Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Leikirnir þrír sem eru sagðir ráða framtíð Amorim
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, er ekki búinn að ná ári í starfi en mikil umræða er um framtíð hans.

Fjölmiðlar hafa sagt að leikmenn liðsins séu að missa trú á leikkerfi hans og Mirror segir að Amorim fái næstu þrjá leiki til að bjarga starfinu.

United fær Chelsea í heimsókn á Old Trafford á laugardag, mun svo ferðast til Brentford og eiga heimaleik gegn nýliðum Sunderland áður en kemur að tveggja vikna landsleikjaglugga.

Þetta eru sagðir leikirnir sem muni ráða örlögum Portúgalans.

Oliver Glasner stjóri Crystal Palace, Gareth Southgate fyrrum landsliðsþjálfari Englands, Marco Silva stjóri Fulham og Andoni Iraola hjá Bournemouth hafa verið nefndir sem kostir fyrir Manchester United ef Amorim verður látinn taka pokann sinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner