Alexander Aron Davorsson er hættur sem þjálfari Kára eftir tvö ár í starfi á Akranesi. Kári er venslalið ÍA, liðið vann 3. deildina í fyrra og endaði í 9. sæti 2. deildar í sumar eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki sína.
Alli segir við Fótbolta.net að hann ætli sér ekki að verða í meistaraflokksþjálfun á næsta tímabili, ætli sér að sinna fjölskyldunni betur eftir sjö ár í meistaraflokksþjálfun. „Þetta er besti staður sem maður þjálfar á, sérstaklega gott að vinna með Andra Júl og Aroni Ými. Það er erfitt að hætta," segir Alli sem á líka eftir að sakna þess að spila golf með Sigga Jóns alla daga.
Alli segir við Fótbolta.net að hann ætli sér ekki að verða í meistaraflokksþjálfun á næsta tímabili, ætli sér að sinna fjölskyldunni betur eftir sjö ár í meistaraflokksþjálfun. „Þetta er besti staður sem maður þjálfar á, sérstaklega gott að vinna með Andra Júl og Aroni Ými. Það er erfitt að hætta," segir Alli sem á líka eftir að sakna þess að spila golf með Sigga Jóns alla daga.
Mosfellingurinn er fæddur árið 1991 og stýrði meistaraflokki kvenna hjá Aftureldingu áður en hann tók við Kára.
Meðfram þjálfuninni hefur hann spilað með Álafossi og afrekaði það í ár að skora 19 mörk þriðja árið í röð í 5. deildinni og hjálpaði liðinu að komast upp í 4. deild.
2. deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Ægir | 22 | 14 | 2 | 6 | 60 - 35 | +25 | 44 |
2. Grótta | 22 | 13 | 5 | 4 | 47 - 25 | +22 | 44 |
3. Þróttur V. | 22 | 13 | 3 | 6 | 32 - 24 | +8 | 42 |
4. Kormákur/Hvöt | 22 | 11 | 2 | 9 | 35 - 37 | -2 | 35 |
5. Dalvík/Reynir | 22 | 10 | 4 | 8 | 38 - 26 | +12 | 34 |
6. KFA | 22 | 9 | 5 | 8 | 53 - 45 | +8 | 32 |
7. Haukar | 22 | 9 | 4 | 9 | 36 - 40 | -4 | 31 |
8. Víkingur Ó. | 22 | 8 | 4 | 10 | 42 - 40 | +2 | 28 |
9. Kári | 22 | 8 | 0 | 14 | 32 - 55 | -23 | 24 |
10. KFG | 22 | 6 | 5 | 11 | 38 - 52 | -14 | 23 |
11. Víðir | 22 | 5 | 5 | 12 | 33 - 41 | -8 | 20 |
12. Höttur/Huginn | 22 | 4 | 5 | 13 | 27 - 53 | -26 | 17 |
Athugasemdir