Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Donnarumma seldur útaf háum launakröfum
Donnarumma var seldur fyrir um 30 milljónir evra.
Donnarumma var seldur fyrir um 30 milljónir evra.
Mynd: EPA
Luis Campos hefur starfað fyrir PSG í rúmlega þrjú ár.
Luis Campos hefur starfað fyrir PSG í rúmlega þrjú ár.
Mynd: EPA
Luis Enrique vann langþráðan Meistaradeildartitil fyrir PSG.
Luis Enrique vann langþráðan Meistaradeildartitil fyrir PSG.
Mynd: EPA
Luis Campos, yfirmaður fótboltamála hjá PSG, viðurkenndi í viðtali í gærkvöldi að PSG hafi selt Gianluigi Donnarumma vegna alltof hárra launakrafa.

Campos fór víðan völl í viðtali við RMC Sport og ræddi meðal annars um félagaskipti Donnarumma til Manchester City.

Það kom öllum að óvörum þegar Donnarumma, sem átti eitt ár eftir af samningi við PSG, var skyndilega settur á sölulista í sumar og Lucas Chevalier keyptur í staðinn úr herbúðum Lille.

Luis Enrique þjálfari tók ábyrgðina á sig og sagði að þetta væri tæknileg ákvörðun, hann hafi viljað markvörð sem sé betri með fótunum. Þar var þó ekki öll sagan sögð.

„Markmið félagsins er að byggja sterkt byrjunarlið. Félagið er stærra heldur en hvaða einstaklingur sem er. Donnarumma vildi fá nýjan samning á gömlu PSG laununum. Við erum búnir að breyta strúktúrnum og núna færðu ekki launahækkun nema þú virkilega eigir hana skilið," sagði Campos.

Donnarumma fór fram á launahækkun eftir að hafa verið valinn sem besti markvörður tímabilsins er PSG vann Meistaradeild Evrópu.

„Við ræddum við Gigio um launamál en vorum neyddir til að leita annarra leiða þegar við komumst ekki að samkomulagi. Við erum ekki með neina stjörnuleikmenn, stjörnuleikmennirnir okkar eru leikmannahópurinn sjálfur.

„Við útilokum ekki að kaupa stjörnur til félagsins en þær þurfa svo að aðlagast PSG-vélinni. Þetta er hugmyndafræði sem Luis Enrique hefur innleitt og við stöndum þétt við bakið á honum."


Campos uppljóstraði því að Donnarumma hafi verið efstur á blaði hjá stjórnendum félagsins þegar kom að því að ræða nýja samninga í byrjun sumars, en háar launakröfur hans hafi gert þeim erfitt fyrir.

Eftir misheppnaðar samningaviðræður spratt upp umræða um hvernig væri best fyrir félagið að snúa sér.

„Luis Enrique sagði að kannski gætum við nýtt okkur þessa stöðu til að gera liðið sterkara á boltanum með nýjum markverði. Þar að auki erum við alltaf að reyna að gera leikmannahópinn franskari. Þegar við finnum Frakka sem við teljum að geti passað við hópinn þá reynum við að kaupa hann."

Chevalier, sem var valinn besti markvörður frönsku deildarinnar á síðustu leiktíð, samþykkti samning hjá PSG á um það bil helmingi lægri launum heldur en forveri hans var á.

   12.08.2025 21:48
Umboðsmaðurinn lætur í sér heyra - „Allt snýst um peninga og engin virðing sýnd“

Athugasemdir
banner