Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 10:00
Elvar Geir Magnússon
Partey segist saklaus af ásökunum um nauðganir
Thomas Partey spilaði í Meistaradeildinni í gær og mætti svo í dómssalinn í morgun.
Thomas Partey spilaði í Meistaradeildinni í gær og mætti svo í dómssalinn í morgun.
Mynd: EPA
Miðjumaðurinn Thomas Partey segist saklaus af fimm ákærum um nauðgun og einni um kynferðisofbeldi.

Partey mætti í dómssal í London í morgun, aðeins klukkutímum eftir að hafa komið af bekknum í 1-0 tapi Villarreal gegn Tottenham í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á Partey í hvert sinn sem hann snerti boltann.

Þessi fyrrum leikmaður Arsenal er með yfir höfði sér tvær ákærur um nauðgun gagnvart einni konu og þrjár gegn annarri. Þriðja konan tengist svo kynferðisofbeldinu,

Partey neitaði öllum ásökunum í dómssalnum í morgun.

Hann yfirgaf Arsenal í sumar og gekk svo í raðir Villarreal þann 7. ágúst þrátt fyrir mótmæli stuðningsmanna.
Athugasemdir
banner