Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
   mán 15. september 2025 21:58
Stefán Marteinn Ólafsson
Damir: Það er enginn skjálfti
Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks
Damir Muminovic varnarmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vonaðist eftir að saxa á forskot toppliðana með sigri í kvöld gegn ÍBV en urðu að láta sér jafntefli duga. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 ÍBV

„Mér fannst við alveg fá færi til þess að gera út um leikinn" sagði Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks eftir leik í kvöld. 

„Mér fannst við betri allan leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður. Þeir liggja aftarlega og gera það vel þannig það fór eins og það fór" 

ÍBV komst yfir í leiknum en Damir vildi þó ekki endilega meina að þeir væru þannig lið að það væri verra að lenda undir á móti þeim.

„Nei nei ekkert þannig.  Þeir eru góðir í því sem að þeir gera vel og bara virkilega vel gert hjá þeim" 

Það er langt síðan Breiðablik vann leik í deildinni en Damir vill þó ekki meina að það sitji eitthvað í mönnum í Kópavoginum. 

„Ég finn allavega ekkert fyrir því. Við erum með einhver 34 stig og átta stig í efstu sætin. Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna. Úrslitakeppnin fer að byrja og ég hlakka til. Nóg af stigum í boði" 

Breiðablik eru að dragast aftur úr ekki bara titilbaráttu en einnig Evrópubaráttu eins og staðan er núna en þrátt fyrir það er enginn skjálfti í hópnum. 

„Nei, sýnist þér það á mér?  Það er enginn skjálfti. Við bara hlökkum til að fara í úrslitakeppnina" 

Nánar er rætt við Damir Muminovic í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner