Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég held að hann fái ekki vinnu þar einu sinni"
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: EPA
Amorim þungt hugsi.
Amorim þungt hugsi.
Mynd: EPA
Rúben Amorim er í bullandi vandræðum í starfi sínu sem stjóri Manchester United. Þetta tímabil hefur byrjað illa og eftir 3-0 tap gegn nágrönnunum í Manchester City í gær eru margir farnir að gefa upp vonina.

Amorim hefur stýrt United í 31 deildarleik og árangurinn er skelfilegur, aðeins eitt stig að meðaltali í leik.

Rætt var um hann og árangurinn í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær. Hversu lengi á þetta að halda svona áfram?

„Þessi saga endalausa með þetta kerfi, ætlar þeir að leyfa þessu félagi endanlega að fara undir eða ætla þeir að taka ákvörðun? Amorim er með versta árangur í sögu United," sagði Magnús Haukur Harðarson.

„Ætti Amorim að vera kominn inn á Alfreð að leita sér að nýju starfi?" spurði undirritaður.

„Ég held að hann fái ekki vinnu þar einu sinni," sagði Magnús Haukur og hló.

„Ég held að þeir neyðist til að láta hann fara eftir tap gegn Chelsea í næstu umferð. Ég held að þetta gangi ekki lengur," sagði Vignir Már Eiðsson í þættinum.

Stjórn Manchester United er sögð enn hafa trú á Amorim en í fótboltanum geta hlutirnir breyst fljótt.

„Mér finnst mjög líklegt að hann verði látinn fara eftir næsta leik," sagði Vignir.
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Athugasemdir
banner