Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 17. september 2025 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Chelsea fylgist með viðræðunum við Rogers
Mynd: EPA
Chelsea fylgist með gangi mála í viðræðum Aston Villa við Morgan Rogers um nýjan samning. Frá þessu segir The Sun.

Sagt er frá því að Aston Villa hafi sett of háan verðmiða á Rogers fyrir Chelsea í sumar, en Arsenal og Tottenham eru einnig sögð hafa áhuga.

Rogers er 23 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem átti frábært tímabil með Villa í fyrra og vann sér sæti í enska landsliðinu.

Rogers skrifaði undir nýjan samning við Villa í nóvember í fyrra en Villa er sagt vilja endurnýja þann samning.

Villa er sagt vilja bæta við klásúlu í samningnum sem þægilegri möguleika fyrir félagið til að selja leikmanninn. Félagið hefur verið í brasi með fjárhagsreglur úrvalsdeildarinnar og það myndi hjálpa félaginu að fá háa upphæð fyrir Rogers.

Rogers vann með Enzo Maresca, stjóra Chelsea, hjá Manchester City á sínum tíma þar sem Maresca var þjálfari í akademíunni.
Athugasemdir
banner