Espanyol 3 - 2 Mallorca
1-0 Pere Milla ('20 )
2-0 Roberto Fernandez ('34 )
2-1 Vedat Muriqi ('45 , víti)
2-2 Vedat Muriqi ('65 )
3-2 Kike Garcia ('81 , víti)
Rautt spjald: Pere Milla, Espanyol ('45+3)
1-0 Pere Milla ('20 )
2-0 Roberto Fernandez ('34 )
2-1 Vedat Muriqi ('45 , víti)
2-2 Vedat Muriqi ('65 )
3-2 Kike Garcia ('81 , víti)
Rautt spjald: Pere Milla, Espanyol ('45+3)
Ævintýrabyrjun Espanyol í efstu deild spænska boltans hélt áfram í kvöld þegar liðið tók á móti Mallorca.
Pere Milla og Roberto Fernández komu heimamönnum í tveggja marka forystu en svo minnkuðu gestirnir frá Mallorca muninn með marki úr vítaspyrnu. Vedat Muriqi steig á punktinn.
Skömmu eftir það fékk Milla, sem skoraði fyrsta mark leiksins, að líta beint rautt spjald fyrir kjaftbrúk.
Staðan var því 2-1 í leikhlé og heimamenn í liði Espanyol einum leikmanni færri.
Muriqi jafnaði metin fyrir Mallorca í síðari hálfleiknum og fengu gestirnir góð færi til að taka forystuna sem fóru forgörðum.
Þess í stað tókst Espanyol að fiska vítaspyrnu á lokakaflanum. Kike García skoraði af vítapunktinum það sem reyndist sigurmarkið, þrátt fyrir tilraunir gestanna til að jafna metin.
Lokatölur 3-2 fyrir Espanyol sem lék allan seinni hálfleikinn einum færri.
Espanyol deilir öðru sæti La Liga með nágrönnum sínum, ríkjandi Spánarmeisturum Barcelona. Liðin sitja þar með 10 stig eftir 4 umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði Real Madrid.
Athugasemdir