Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Ítalskt félag undir gæslu vegna afskipta mafíunnar
Úr leik hjá Crotone fyrir nokkrum árum.
Úr leik hjá Crotone fyrir nokkrum árum.
Mynd: EPA
Ítalska lögreglan hefur sett C-deildarliðið Crotone undir stranga gæslu eftir að sannanir fundust fyrir afskiptum mafíunnar af félaginu.

Crotone er staðsett í suðurhluta Kalabría héraðs en þar er valdamikil mafía sem kallast 'Ndrangheta mafían'.

Crotone var síðast í ítölsku A-deildinni 2020-21 tímabilið.

Dómstóll skipaði sérstaka eftirlitsnefnd sem mun ítarlega fylgjast með allri starfsemi félagsins. Sannað hafi verið að undanfarinn áratug hafi félagið orðið fyrir hótunum og kúgunum af meðlimum mafíunnar.

Talið er að aðgerðir muni hjálpa til við að beina starfsemi Crotone aftur á löglega braut. Fleiri félög eru undir rannsókn en mafían hefur komist inn í ítalskan fótbolta og tekið inn pening meðal annars í gegnum miðasölu og sölu á varningi.
Athugasemdir
banner