Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 10:15
Kári Snorrason
Sterling birtir mynd af tómu æfingasvæði Chelsea: „Æfing“
Sterling er í kuldanum hjá Chelsea.
Sterling er í kuldanum hjá Chelsea.
Mynd: EPA
Raheem Sterling á ekki afturkvæmt í lið Chelsea og fær hann ekki að æfa með liðinu. Sterling birti í gærkvöld mynd á Instagram af tómu æfingasvæði Chelsea með yfirskriftinni „Æfing“.

Sterling er launahæsti leikmaður Chelsea og þénar um 300 þúsund pund á viku. Chelsea reyndi að losa sig við Sterling í sumar, en ekkert varð úr því.

Enzo Maresca, stjóri Chelsea var spurður að því á dögunum hvort að hann og Axel Disasi muni spila með liðinu á tímabilinu.

„Þeir eru leikmenn Chelsea því þeir eru með samning. Þeir eru að æfa sér og hugmyndin er að það verði svoleiðis áfram. Ég hef ekki séð þá síðan tímabilið hófst," sagði Maresca.


Athugasemdir
banner