Þorlákur Árnason, núverandi þjálfari ÍBV, hrósaði Þór, sínu gamla félagi í hástert í viðtali eftir leik gegn Breiðabliki í gær. Þórsarar tryggðu sér á dögunum sæti í Bestu-deildinni, en Þorlákur stýrði sjálfur liðinu árin 2022 og 2023.
„Mér finnst þetta frábært. Ég var að fylgjast með Lengjudeildinni. Það er náttúrulega aldrei hægt að spá leikjunum þar. Mér fannst, af því sem ég hef séð, Þór og Njarðvík vera með sterkustu leikmannahópanna. Þannig ég átti von á að þau væru að berjast um þetta. En nú er þetta umspil þá veit enginn neitt.“
„Þetta er frábært fyrir Þór, þeir eru með frábært yngri flokka starf. Svo ákváðu þeir að fara þá leið að fara upp og bæta við sig útlendingum. Frábærlega gert hjá þeim.“
Láki er spenntur að mæta sínum fyrrum lærisveinum á næsta tímabili. „Já, þeir eru náttúrulega ekki að fara spila í Boganum. Því er ég mjög spenntur.“
Athugasemdir