Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 16. september 2025 09:50
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 22. umferðar - Skagamenn eru á lífi
Ómar Björn skoraði tvö mörk fyrir ÍA.
Ómar Björn skoraði tvö mörk fyrir ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur unnið fimm leiki í röð.
Stjarnan hefur unnið fimm leiki í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth er reglulega í liði umferðarinnar.
Oliver Ekroth er reglulega í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
22 umferðum er lokið í Bestu deildinni og því ljóst hvaða viðureignir verða í deildinni nú þegar búið er að skipta henni upp í efri og neðri hluta.

Víkingar eru með tveggja stiga forystu á toppnum og bættu auk þess markatölu sína til muna með því að vinna magnaðan 7-0 útisigur gegn KR.

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þrennu og gerði KR-ingum lífið leitt. Hann er einn þriggja Víkinga í Sterkasta liði 22. umferðar. Oliver Ekroth skilaði marki og stoðsendingu og þá skoraði Daníel Hafsteinsson glæsilegt mark. KR-ingar eins og lömb leidd til slátrunar og í bullandi fallbaráttu.



Jökull Elísabetarson er þjálfari umferðarinnar eftir að hafa stýrt Stjörnunni til fimmta sigurs síns í röð. Stjarnan vann toppslag gegn Val á útivelli þar sem Benedikt Warén lagði upp og var valinn besti maður vallarins. Valur og Stjarnan eru jöfn í öðru og þriðja sætinu.

FH og Fram gerðu 2-2 jafntefli en bæði lið náðu að koma sér í efri hlutann fyrir tvískiptinguna. Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom óvænt frábær inn fyrir FH af bekknum, skoraði og lagði upp.

ÍA tengdi saman sigra með því að vinna Aftureldingu og senda þar með Mosfellinga niður í neðsta sætið. Ómar Björn Stefánsson skoraði tvö mörk í 3-1 sigri ÍA. Rúnar Már Sigurjónsson var flottur í miðverðinum og Árni Marinó Einarsson í markinu. Margir höfðu dæmt Skagamenn niður en þeir eru með lífsmarki.

Hallgrímur Mar Steingrímsson var besti maður vallarins þegar KA vann Vestra 4-1 Hann skoraði tvö og lagði upp eitt. Birgir Baldvinsson er í vörn úrvalsliðsins. Þrátt fyrir sigur KA náði liðið ekki að enda fyrir ofan punktalínuna og fer í neðri hlutann.

Breiðablik heldur áfram að vera í vandræðum og gerði 1-1 jafntefli gegn ÍBV á heimavelli. Eyjamenn hefðu þurft sigur til að komast í efri hlutann. Mattias Edeland hefur verið frábær í vörn ÍBV í sumar.

Fyrri lið umferðarinnar:
   02.09.2025 11:20
Sterkasta lið 21. umferðar - Endurkoma fullkomnuð með flautumarki
   27.08.2025 12:10
Sterkasta lið 20. umferðar - Sýndu klærnar eftir hlé
   12.08.2025 09:45
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
   07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
   29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
   21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
   08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
   30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
   24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
   17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
   03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn

Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner