Evrópudeildarmeistarar Tottenham byrja tímabilið í Meistaradeildinni með sigri.
Liðið fékk Villarreal í heimsókn en sigurmarkið kom snemma leiks þegar Luiz Junior, markvörður Villarreal, skoraði neyðarlegt sjálfsmark.
Liðið fékk Villarreal í heimsókn en sigurmarkið kom snemma leiks þegar Luiz Junior, markvörður Villarreal, skoraði neyðarlegt sjálfsmark.
Lucas Bergvall átti fyrirgjöf sem Junior reyndi að grípa en hann missti boltann og hann rúllaði í netið.
Real Madrid var í miklu basli gegn Marseille á Santiago Bernabeu. Trent Alexander-Arnold þurfti að fara af velli snemma leiks vegna meiðsla og Dani Carvajal kom inn á.
Eftir rúmlega 20 mínútna leik átti Arda Guler hræðilega sendingu til baka, Mason Greenwood komst í boltann og sendi á Timothy Weah sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Marseille.
Stuttu síðar náði Kylian Mbappe að jafna metin úr vítaspyrnu. Þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma fékk Carvajal rautt spjald þegar hann skallaði Geronimo Rulli, markvörð Marseille.
Einum manni færri náði Real Madrid að skora sigurmarkið en Mbappe skoraði aftur af vítapunktinum.
Það var fjörugur leikur á Ítalíu þar sem Dortmund var í heimsókn hjá Juventus. Staðan var markalaus í hálfleik. Karim Adeyemi kom Dortmund yfir snemma í seinni hálfleik. Kenan Yildiz jafnaði metin en Felix Nmecha kom Dortmund aftur yfir. Fjórum mínútum eftir mark Yildiz jafnaði Dusan Vlahovic aftur metin fyrir Juventus.
Dortmund skoraði tvö mörk á lokasprettinum og virtust vera sigla sigrinum heim en Dusan Vlahovic minnkaði muninn i uppbótatíma og Llyod Kelly skoraði jöfnunarmarkið í blálokin. Þá vann Qarabag sterkan sigur á Benfica.
Juventus 4 - 4 Borussia D.
0-1 Karim Adeyemi ('52 )
1-1 Kenan Yildiz ('63 )
1-2 Felix Nmecha ('65 )
2-2 Dusan Vlahovic ('67 )
2-3 Yan Couto ('74 )
2-4 Ramy Bensebaini ('86 , víti)
3-4 Dusan Vlahovic ('90 )
4-4 Lloyd Kelly ('90 )
Tottenham 1 - 0 Villarreal
1-0 Luiz Junior ('4 , sjálfsmark)
Real Madrid 2 - 1 Marseille
0-1 Tim Weah ('22 )
1-1 Kylian Mbappe ('29 , víti)
2-1 Kylian Mbappe ('81 , víti)
Rautt spjald: Daniel Carvajal, Real Madrid ('72)
Benfica 2 - 3 Qarabag
1-0 Enzo Barrenechea ('6 )
2-0 Vangelis Pavlidis ('16 )
2-1 Leandro Andrade ('30 )
2-2 Camilo Duran ('48 )
2-3 Oleksiy Kashchuk ('86 )
Athugasemdir