Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 17. september 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin í dag - Atletico á Anfield og stórleikur í Munchen
Mynd: EPA
Sex leikir eru á dagskrá í deildakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Liverpool fær Atletico Madrid í heimsókn. Liverpool er með fullt hús stiga í úrvalsdeildinni en Atletico Madrid fer hægt af stað á Spáni. Liðið nældi í sinn fyrsta sigur gegn Villarreal um síðustu helgi.

Evrópumeistarar PSG fá Atalanta í heimsókn. Inter sem tapaði úrslitaleiknum í fyrra heimsækir Ajax. Það er stórleikur í Munchen þar sem Bayern fær Sambandsdeildarmeistara Chelsea í heimsókn.

Olympiakos fær Pafos frá Kýpur í heimsókn og Slavia Prag og Bodö/Glimt mætast.

miðvikudagur 17. september
16:45 Olympiakos - Pafos FC
16:45 Slavia Prag - Bodö/Glimt
19:00 Ajax - Inter
19:00 PSG - Atalanta
19:00 Liverpool - Atletico Madrid
19:00 Bayern - Chelsea
Athugasemdir
banner