Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. janúar 2022 08:50
Elvar Geir Magnússon
McGinn orðaður við Man Utd - Beckham vill Suarez
Powerade
John McGinn, miðjumaður Aston Villa.
John McGinn, miðjumaður Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur áhuga á Zapata.
Newcastle hefur áhuga á Zapata.
Mynd: Getty Images
Hazard hefur ekki áhuga á að fara til Newcastle.
Hazard hefur ekki áhuga á að fara til Newcastle.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho á blaði hjá Everton.
Jose Mourinho á blaði hjá Everton.
Mynd: EPA
Powerade býður þér upp á samantekt á helsta slúðrinu alla morgna. Martial, McGinn, Zapata, Traore, Barisic, Melo, Milinkovic-Savic, Mourinho og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum í dag.

Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial (26) vill yfirgefa Manchester United en vill ekki vera lánaður í annað enskt félag. Barcelona, Sevilla og Juventus eru mögulegir kostir fyrir janúarskipti. (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur áhuga á skoska miðjumanninum John McGinn (27), leikmanni Aston Villa, fyrir sumargluggann. (Telegraph)

Newcastle United hefur boðið yfir 25 milljónir punda í kólumbíska sóknarmanninn Duvan Zapata (30) hjá Atalanta. (Daily Record)

Adama Traore (25), vængmaður Wolves, gæti fengið grænt ljós á að yfirgefa félagið á næsta sólarhring en spænski landsliðsmaðurinn er orðaður við Tottenham og Barcelona. (Star)

David Beckham getur sótt stórt nafn til Inter Miami eftir að franski miðjumaðurinn Blaise Matuidi (34) yfirgaf félagið. Luis Suarez (34), sóknarmaður Atletico Madrid og Úrúgvæ, hefur verið orðaður við félagið. (Sun)

Borna Barisic (29), vinstri bakvörður Rangers, hefur staðfest að félag hafi gert tilboð í sig í þessum glugga. Króatíski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við Watford og Aston Villa. (Sky Sports)

Viðræður Arsenal við Juventus um mögulegan lánssamning á miðjumanninum Arthur Melo (25) hafa siglt í strand því ítalska félagið hefur ekki fundið leikmann í stað Brasilíumannsins. (Tuttomercatoweb)

Chelsea gæti fengið greiða leið til að kaupa franska miðjumanninn Aurelien Tchouameni (21) frá Mónakó. Manchester United beinir athygli sinni að Amadou Haidara (23) hjá RB Leipzig og Denis Zakaria (25) hjá Borussia Mönchengladbach. (football.london)

Diego Costa (33) hefur áhuga á að fara til Corinthians í Brasilíu en spænski sóknarmaðurinn myndi þar spila á ný við hlið Willian, fyrrum samherja hjá Chelsea. Costa er fáanlegur á frjálsri sölu og hefur verið orðaður við Arsenal. (Evening Standard)

Manchester United er talið líklegast í baráttu við Juventus og Inter um að fá serbneska miðjumanninn Sergej Milinkovic-Savic (26) frá Lazio. Ítalska félagið vill fá að minnsta kosti 67 milljónir punda fyrir hann. (Il Messaggero)

Belginn Eden Hazard (31) vill yfirgefa Real Madrid en hefur ekki áhuga á að fara til Newcastle. Spænska félagið hefur tekið 41 milljón punda tilboði frá Newcastle. (El Nacional)

Barcelona hefur gefið franska vængmanninum Ousmane Dembele (24) tvo daga til að ákveða hvort hann samþykki nýtt samningstilboð frá félaginu. Núgildandi samningur rennur út eftir tímabilið. (Mundo Deportivo)

Paris Saint-Germain hefur boðið Chelsea tækifæri til að kaupa franska varnarmanninn Laywin Kurzawa (29) en Thomas Tuchel hefur ekki áhuga, þrátt fyrir að hafa misst Ben Chilwell (25) í alvarleg meiðsli á hné. (Goal)

Franski markvörðurinn Hugo Lloris (35) er nálægt því að framlengja við Tottenham. (football.london)

Markvörðurinn Arijanet Muric (23) hjá Manchester City er á leið til Galatasaray á lán. Hann er núna á láni hjá Adana Demirspor. (Koha Net)

Belgíska fótboltasambandið neitar að losa Roberto Martínez og Everton fær því líklega ekki þann kost sem var efstur á blaði. Farhad Moshiri, eigandi Everton, er aðdáandi Jose Mourinho og er þjálfari Roma einn af þeim sem eru á blaði á Goodison Park. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner