Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 18. febrúar 2020 15:53
Elvar Geir Magnússon
KR spilar æfingaleik gegn MLS-liði í Flórída í kvöld
Hér spilar KR í kvöld.
Hér spilar KR í kvöld.
Mynd: Getty Images
Íslandsmeistarar KR héldu í gær í æfingaferð til Orlando í Flórída en í ferðinni mun liðið leika tvo æfingaleiki, gegn Orlando City og FC Cincinnati.

Leikurinn gegn Orlando verður í kvöld klukkan 23:00 að íslenskum tíma og verður spilaður á Exploria leikvangnum.

Orlando City leikur í bandarísku MLS-deildinni og er á sínu undirbúningstímabili en liðinu tókst ekki að komast í úrslitakeppnina á síðasta tímabili.

Nani, fyrrverandi leikmaður Manchester United, leikur með Orlando.

KR-ingar hafa verið öflugir á undirbúningstímabilinu þó talsvert hefur verið um meiðsli í hópnum hjá þeim. Þeir unnu Reykjavíkurmótið í upphafi mánaðarins.

Pepsi Max-deildin fer af stað 22. apríl en KR leikur opnunarleikinn gegn Val á Hlíðarenda.


Athugasemdir
banner