Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 18. mars 2021 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð: Eigum að muna að árangurinn er ekki tilviljun
Icelandair
Davíð tók við U21 landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni.
Davíð tók við U21 landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var U21 landsliðshópur Íslands fyrir riðlakeppni Evrópumótsins tilkynntur í höfuðstöðvum KSÍ.

Hægt er að skoða hópinn hérna.

Davíð Snorri Jónasson tók við U21 landsliðinu eftir að Arnar Þór Viðarsson tók við A-landsliðinu. Davíð Snorri var áður þjálfari U17 landsliðsins.

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Við erum að undirbúa stóran viðburð, stórmót. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur undirbúningur," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net.

„Þetta eru bara aðstæður fótboltaþjálfarans. Þú getur verið kominn í einhverjar aðstæður sem þú þarft bara að takast á við. Það á það sama við um leikmenn, aðstæður sem þú þarft að vinna úr. Þetta var bara staðan og við vinnum úr henni."

Davíð Snorri fór með U17 landslið karla á Evrópumótið. „Öll reynsla hjálpar manni. Það var gott mót, bæði varðandi hversu stórt það var og leikina sjálfa. Það mun nýtast."

Hann segir að það hafi verið krefjandi að velja hópinn en það fara 23 leikmenn í verkefnið sem hefst í næstu viku.

„Það var krefjandi. Við eigum marga efnilega leikmenn og það var krefjandi að velja á milli þeirra en við þurftum að velja 23 og þetta var niðurstaðan."

Ísland er í gríðarlegum erfiðum riðli með Rússum, Danmörku og Frakklandi. Tvö efstu liðin fara áfram.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er erfður riðill en við erum gott lið og eigum að muna það. Við eigum að fara inn í þetta mót og muna að við erum búnir að ná þessum árangri, ekki af einhverri tilviljun heldur af því að við erum góðir. Þetta verður krefjandi og skemmtilegt."

„Við eigum eins og allir aðrir möguleika á því að standa okkur vel," sagði Davíð en viðtalið má sjá hér að neðan.

Við mælum með að hækka vel í viðtalinu.
Athugasemdir