Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 18. mars 2021 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð: Eigum að muna að árangurinn er ekki tilviljun
Icelandair
Davíð tók við U21 landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni.
Davíð tók við U21 landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var U21 landsliðshópur Íslands fyrir riðlakeppni Evrópumótsins tilkynntur í höfuðstöðvum KSÍ.

Hægt er að skoða hópinn hérna.

Davíð Snorri Jónasson tók við U21 landsliðinu eftir að Arnar Þór Viðarsson tók við A-landsliðinu. Davíð Snorri var áður þjálfari U17 landsliðsins.

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Við erum að undirbúa stóran viðburð, stórmót. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur undirbúningur," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net.

„Þetta eru bara aðstæður fótboltaþjálfarans. Þú getur verið kominn í einhverjar aðstæður sem þú þarft bara að takast á við. Það á það sama við um leikmenn, aðstæður sem þú þarft að vinna úr. Þetta var bara staðan og við vinnum úr henni."

Davíð Snorri fór með U17 landslið karla á Evrópumótið. „Öll reynsla hjálpar manni. Það var gott mót, bæði varðandi hversu stórt það var og leikina sjálfa. Það mun nýtast."

Hann segir að það hafi verið krefjandi að velja hópinn en það fara 23 leikmenn í verkefnið sem hefst í næstu viku.

„Það var krefjandi. Við eigum marga efnilega leikmenn og það var krefjandi að velja á milli þeirra en við þurftum að velja 23 og þetta var niðurstaðan."

Ísland er í gríðarlegum erfiðum riðli með Rússum, Danmörku og Frakklandi. Tvö efstu liðin fara áfram.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er erfður riðill en við erum gott lið og eigum að muna það. Við eigum að fara inn í þetta mót og muna að við erum búnir að ná þessum árangri, ekki af einhverri tilviljun heldur af því að við erum góðir. Þetta verður krefjandi og skemmtilegt."

„Við eigum eins og allir aðrir möguleika á því að standa okkur vel," sagði Davíð en viðtalið má sjá hér að neðan.

Við mælum með að hækka vel í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner