Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
   fim 18. mars 2021 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð: Eigum að muna að árangurinn er ekki tilviljun
Icelandair
Davíð tók við U21 landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni.
Davíð tók við U21 landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var U21 landsliðshópur Íslands fyrir riðlakeppni Evrópumótsins tilkynntur í höfuðstöðvum KSÍ.

Hægt er að skoða hópinn hérna.

Davíð Snorri Jónasson tók við U21 landsliðinu eftir að Arnar Þór Viðarsson tók við A-landsliðinu. Davíð Snorri var áður þjálfari U17 landsliðsins.

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Við erum að undirbúa stóran viðburð, stórmót. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur undirbúningur," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net.

„Þetta eru bara aðstæður fótboltaþjálfarans. Þú getur verið kominn í einhverjar aðstæður sem þú þarft bara að takast á við. Það á það sama við um leikmenn, aðstæður sem þú þarft að vinna úr. Þetta var bara staðan og við vinnum úr henni."

Davíð Snorri fór með U17 landslið karla á Evrópumótið. „Öll reynsla hjálpar manni. Það var gott mót, bæði varðandi hversu stórt það var og leikina sjálfa. Það mun nýtast."

Hann segir að það hafi verið krefjandi að velja hópinn en það fara 23 leikmenn í verkefnið sem hefst í næstu viku.

„Það var krefjandi. Við eigum marga efnilega leikmenn og það var krefjandi að velja á milli þeirra en við þurftum að velja 23 og þetta var niðurstaðan."

Ísland er í gríðarlegum erfiðum riðli með Rússum, Danmörku og Frakklandi. Tvö efstu liðin fara áfram.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er erfður riðill en við erum gott lið og eigum að muna það. Við eigum að fara inn í þetta mót og muna að við erum búnir að ná þessum árangri, ekki af einhverri tilviljun heldur af því að við erum góðir. Þetta verður krefjandi og skemmtilegt."

„Við eigum eins og allir aðrir möguleika á því að standa okkur vel," sagði Davíð en viðtalið má sjá hér að neðan.

Við mælum með að hækka vel í viðtalinu.
Athugasemdir
banner