Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fim 18. mars 2021 15:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Davíð: Eigum að muna að árangurinn er ekki tilviljun
Icelandair
Davíð tók við U21 landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni.
Davíð tók við U21 landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var U21 landsliðshópur Íslands fyrir riðlakeppni Evrópumótsins tilkynntur í höfuðstöðvum KSÍ.

Hægt er að skoða hópinn hérna.

Davíð Snorri Jónasson tók við U21 landsliðinu eftir að Arnar Þór Viðarsson tók við A-landsliðinu. Davíð Snorri var áður þjálfari U17 landsliðsins.

„Þetta hefur verið mjög skemmtilegt. Við erum að undirbúa stóran viðburð, stórmót. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegur undirbúningur," sagði Davíð Snorri við Fótbolta.net.

„Þetta eru bara aðstæður fótboltaþjálfarans. Þú getur verið kominn í einhverjar aðstæður sem þú þarft bara að takast á við. Það á það sama við um leikmenn, aðstæður sem þú þarft að vinna úr. Þetta var bara staðan og við vinnum úr henni."

Davíð Snorri fór með U17 landslið karla á Evrópumótið. „Öll reynsla hjálpar manni. Það var gott mót, bæði varðandi hversu stórt það var og leikina sjálfa. Það mun nýtast."

Hann segir að það hafi verið krefjandi að velja hópinn en það fara 23 leikmenn í verkefnið sem hefst í næstu viku.

„Það var krefjandi. Við eigum marga efnilega leikmenn og það var krefjandi að velja á milli þeirra en við þurftum að velja 23 og þetta var niðurstaðan."

Ísland er í gríðarlegum erfiðum riðli með Rússum, Danmörku og Frakklandi. Tvö efstu liðin fara áfram.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er erfður riðill en við erum gott lið og eigum að muna það. Við eigum að fara inn í þetta mót og muna að við erum búnir að ná þessum árangri, ekki af einhverri tilviljun heldur af því að við erum góðir. Þetta verður krefjandi og skemmtilegt."

„Við eigum eins og allir aðrir möguleika á því að standa okkur vel," sagði Davíð en viðtalið má sjá hér að neðan.

Við mælum með að hækka vel í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner