Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 18. mars 2023 20:17
Brynjar Ingi Erluson
„Tottenham ætti að lina þjáningar hans og reka hann í kvöld"
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Tottenham, var harðorður í garð liðsins eftir 3-3 jafnteflið gegn Southampton í dag og virðist aðeins tímaspursmál hvenær hann verður látinn fara frá félaginu en Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, segir að það ætti helst að gera það í kvöld.

Ítalski stjórinn gagnrýndi spilamennsku liðsins og sagði að það vantaði anda og hjarta á vellinum.

Hann var gríðarlega vonsvikinn með liðið og segist aldrei hafa lent í öðru eins á ferlinum. Hann gagnrýndi þá sömuleiðis félagið á blaðamannafundinum.

Carragher sagði á Twitter að hann væri viss um að Conte væri að reyna að losna frá félaginu miðað við þessi orð.

„Conte vill láta reka sig í landsleikjapásunni. Tottenham ætti að lina þjáningar hans og reka hann í kvöld,“ sagði Carragher.

„Þessi punktur hjá honum af hverju Tottenham hefur ekki unnið í langan tíma er alveg hárréttur, en þú talar ekki svona um félagið þitt. Sérstaklega þegar það er að borga þér fullt af peningum. Framfarir Arsenal á þessu tímabili eftir að hafa lent fyrir neðan Tottenham á síðustu leiktíð drepur flest rök sem hann kemur með,“ sagði Carragher enn fremur.

Sjá einnig:
Conte hraunar yfir liðið - „Sé bara mikið af eigingjörnum leikmönnum"


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner