Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fös 18. apríl 2025 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Annað hvort heldur hann kjafti eða gerir eitthvað í sínum málum“
Gio Reyna
Gio Reyna
Mynd: EPA
Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, segir að Giovanni Reyna verði að fara gera eitthvað í sínum málum og að endurkoma í MLS-deildina sé langt frá því að vera mjúk lending.

Reyna var eitt sinn titlaður sem næsta stórstjarna Bandaríkjanna og samdi 17 ára gamall við þýska félagið Borussia Dortmund.

Síðustu ár hefur lítið sést til hans. Hann er ekki fastamaður hjá Dortmund og þá hefur hann aðeins spilað um 500 mínútur í 23 leikjum á þessu tímabili.

Á síðasta tímabili var hann lánaður til Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni, en þar náði hann sér aldrei á strik og sneri hann aftur til Dortmund um sumarið.

Lalas, sem spilaði 96 landsleiki fyrir Bandaríkin, segir að eitthvað verði að breytast til að Reyna geti gengið í gegnum endurnýjun lífdaga.

„Við höfum talað um þetta síðustu ár og það hefur enginn notið vafans meira en Gio. Þegar við tölum um spiltíma þá er kominn tími á að hann geri eitthvað í sínum málum eða haldi kjafti. Hann mun fá tækifæri og það er enn fólk sem sér hæfileikana í honum og mun veðja á hann. Mér er sama þó hann spili annar staðar í Evrópu eða komi aftur í MLS. Ég vil bara að hann komist á stað þar sem hann fær tækifæri til að spila,“ sagði Lalas.

Endurkoma í MLS-deildin er talinn möguleiki og er Dortmund opið fyrir því að selja hann. Lalas varar hann þó við að hann muni ekki fá allt upp í hendurnar í Bandaríkjunum.

„Þó hann kom aftur í MLS deildina þá er ekki eins og hann sé að fara labba inn í byrjunarliðið. Ef hann kemur hingað út og þjálfarinn segir bara: „Hvað er þetta? Ég get ekki ekkert gert með þetta“ þá er það vandamál. Bara af því hann tekur flug aftur til Bandaríkjanna þýðir ekki að það verði auðvelt. Það verður pressa en á einhverjum tímapunkti verður þjálfarinn að gera það sem heldur honum í starfi og það besta fyrir félagið,“ sagði Lalas í lokin.
Athugasemdir
banner