Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 18. apríl 2025 16:58
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ég er bara svekktur. Ég er meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin. Selfoss er með sterkt lið og þeir voru töluvert sterkari nánast allann leikinn í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Hauka, eftir 4-0 tap gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum í dag. 


Lestu um leikinn: Selfoss 4 -  0 Haukar

"Það hafði áhrif að fá á sig mark svona snemma. Við vorum búnir að leggja upp með ákveðið leikplan en mér fannst það vera farið eftir 5 mínútur."

Guðjón Pétur Lýðsson, reynslumesti leikmaður Hauka, var ekki með í dag vegna veikinda. "Nei við tókum bara ákvörðun um  að leyfa honum að losa sig við þau veikindi sem hafa verið að hrjá hann seinustu vikur. Það vantar líka fleiri en það er engin afsökun. Selfoss átti þetta skilið í dag. Við vorum ekki nógu góðir."

Næst ræddum við baráttuna framundan í 2. deildinni. "Hún leggst vel í mig. Ég er búinn að vera mjög ánægður og jákvæður með hvernig þetta hefur verið hjá okkur í vetur. En Selfoss átti of mikið power fyrir okkur í dag. Við verðum bara að núlstilla okkur og svo byrjar ný keppni eftir 2 vikur. "

Vill Ian eitthvað gefa upp um markmið fyrir sumarið? "Stutta svarið er að gera betur en í fyrra."


Athugasemdir
banner
banner