Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   fös 18. apríl 2025 16:58
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ég er bara svekktur. Ég er meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin. Selfoss er með sterkt lið og þeir voru töluvert sterkari nánast allann leikinn í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Hauka, eftir 4-0 tap gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum í dag. 


Lestu um leikinn: Selfoss 4 -  0 Haukar

"Það hafði áhrif að fá á sig mark svona snemma. Við vorum búnir að leggja upp með ákveðið leikplan en mér fannst það vera farið eftir 5 mínútur."

Guðjón Pétur Lýðsson, reynslumesti leikmaður Hauka, var ekki með í dag vegna veikinda. "Nei við tókum bara ákvörðun um  að leyfa honum að losa sig við þau veikindi sem hafa verið að hrjá hann seinustu vikur. Það vantar líka fleiri en það er engin afsökun. Selfoss átti þetta skilið í dag. Við vorum ekki nógu góðir."

Næst ræddum við baráttuna framundan í 2. deildinni. "Hún leggst vel í mig. Ég er búinn að vera mjög ánægður og jákvæður með hvernig þetta hefur verið hjá okkur í vetur. En Selfoss átti of mikið power fyrir okkur í dag. Við verðum bara að núlstilla okkur og svo byrjar ný keppni eftir 2 vikur. "

Vill Ian eitthvað gefa upp um markmið fyrir sumarið? "Stutta svarið er að gera betur en í fyrra."


Athugasemdir
banner
banner