Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fös 18. apríl 2025 16:58
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Ég er bara svekktur. Ég er meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin. Selfoss er með sterkt lið og þeir voru töluvert sterkari nánast allann leikinn í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Hauka, eftir 4-0 tap gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum í dag. 


Lestu um leikinn: Selfoss 4 -  0 Haukar

"Það hafði áhrif að fá á sig mark svona snemma. Við vorum búnir að leggja upp með ákveðið leikplan en mér fannst það vera farið eftir 5 mínútur."

Guðjón Pétur Lýðsson, reynslumesti leikmaður Hauka, var ekki með í dag vegna veikinda. "Nei við tókum bara ákvörðun um  að leyfa honum að losa sig við þau veikindi sem hafa verið að hrjá hann seinustu vikur. Það vantar líka fleiri en það er engin afsökun. Selfoss átti þetta skilið í dag. Við vorum ekki nógu góðir."

Næst ræddum við baráttuna framundan í 2. deildinni. "Hún leggst vel í mig. Ég er búinn að vera mjög ánægður og jákvæður með hvernig þetta hefur verið hjá okkur í vetur. En Selfoss átti of mikið power fyrir okkur í dag. Við verðum bara að núlstilla okkur og svo byrjar ný keppni eftir 2 vikur. "

Vill Ian eitthvað gefa upp um markmið fyrir sumarið? "Stutta svarið er að gera betur en í fyrra."


Athugasemdir