
Ég er bara svekktur. Ég er meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin. Selfoss er með sterkt lið og þeir voru töluvert sterkari nánast allann leikinn í dag," sagði Ian Jeffs, þjálfari Hauka, eftir 4-0 tap gegn Selfossi í Mjólkurbikarnum í dag.
Lestu um leikinn: Selfoss 4 - 0 Haukar
"Það hafði áhrif að fá á sig mark svona snemma. Við vorum búnir að leggja upp með ákveðið leikplan en mér fannst það vera farið eftir 5 mínútur."
Guðjón Pétur Lýðsson, reynslumesti leikmaður Hauka, var ekki með í dag vegna veikinda. "Nei við tókum bara ákvörðun um að leyfa honum að losa sig við þau veikindi sem hafa verið að hrjá hann seinustu vikur. Það vantar líka fleiri en það er engin afsökun. Selfoss átti þetta skilið í dag. Við vorum ekki nógu góðir."
Næst ræddum við baráttuna framundan í 2. deildinni. "Hún leggst vel í mig. Ég er búinn að vera mjög ánægður og jákvæður með hvernig þetta hefur verið hjá okkur í vetur. En Selfoss átti of mikið power fyrir okkur í dag. Við verðum bara að núlstilla okkur og svo byrjar ný keppni eftir 2 vikur. "
Vill Ian eitthvað gefa upp um markmið fyrir sumarið? "Stutta svarið er að gera betur en í fyrra."