City gæti gert tilboð í Zubimendi - Newcastle gæti reynt við David - Liverpool hefur áhuga á Juanlu
   fös 18. maí 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Sean Dyche: Heiðar Helgu hafði rétt fyrir sér
29 dagar í fyrsta leik Íslands á HM
Icelandair
Sean Dyche hefur gert magnaða hluti með Burnley.
Sean Dyche hefur gert magnaða hluti með Burnley.
Mynd: Getty Images
Heiðar Helgu sagði Dyche fyrir mörgum árum að íslenska landsliðið væri að fara á flug.
Heiðar Helgu sagði Dyche fyrir mörgum árum að íslenska landsliðið væri að fara á flug.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sean Dyche náði mögnuðum árangri á nýliðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni en hann stýrði Burnley í 7. sætið og tryggði sæti í Evróudeildinni á næsta tímabili.

Dyche hefur eins og margir hrifist af uppgangi íslenska landsliðsins undanfarin ár. Hann er þó ekki alveg jafn hissa og margir á gengi liðsins því hann vissi að góð kynslóð væri að koma upp í íslenskum fótbolta.

„Heiðar Helguson var góður vinur minn og við erum ennþá vinir í dag. Hann sagði við mig fyrir nokkrum árum að það væru að koma upp mjög góðir leikmenn sem gætu staðið sig vel," sagði Dyche við Fótbolta.net á dögunum.

„Hann hafði rétt fyrir sér. Það eru að minnsta kosti 7-8 ár síðan þetta var. Liðið hefur staðið sig ótrúlega vel og það er framúrskarandi árangur að komast á HM."

Dyche fylgdist eins og aðrir með því þegar Ísland sló England út í eftirminnilegum leik í Hreiðrinu í Nice fyrir tveimur árum.

„Ég var ekki alltof ánægður með það!" sagði Dyche um þann leik. „Þeir settu leikplan upp og spiluðu það vel. Svona leikir geta verið snúnir og það hjálpaði Íslandi. Það gæti gert það líka á HM. Það var engin pressa á þeim að spila á ákveðin hátt eða gera neitt annað en að leggja sig fram. Það getur gefið leikmönnum frjálsræði og vonandi virkar það áfram hjá þeim."

Ísand mætir Argentínu í fyrsta leik á HM eftir tæpan mánuð. Hvað telur Dyche að Ísland geti farið langt á HM í sumar?

„Hver veit? Þetta er mjög erfið spurning. Heimsmeistarakeppnin er mjög óútreiknanleg. Fyrir utan þessi lið sem eru vanalega álitin sigurstrangleg þá er erfitt að spá fyrir um hvaða lið eiga eftir að standa sig vel. Við þurfum að bíða og sjá," sagði Dyche að lokum.

Sjá einnig:
Dyche: Jóhann lærði mikið á síðasta tímabili
Athugasemdir
banner
banner