Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   mið 18. júlí 2018 20:48
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: Hann dæmdi okkur út úr þessari keppni
watermark Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Þetta er hrikalega svekkjandi," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni í kvöld en það þýddi samanlagt 3-2 tap.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

„Við vorum búnir að spila ágætis leik. Við vissum að þeir yrðu meira með boltann og myndu pressa á okkur og það var ekkert óvænt. Við vorum djöfull nærri því og vítin tvö sem við fengum á okkur eru bara bull. Ég veit ekki með vítið sem við fengum, sumir segja að hann hafi skallað hann í hendina.Ég veit ekkert um það því ég sá það ekki nógu vel. En mínir menn segja að fyrri tvö vítin hafi bara verið djók."

Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov réði ekkert við leikinn og vítadómarnir voru allir kolrangir.

„Við erum að spila í Meistaradeildinni og það eru ekki betri dómarar en þetta. Mér skilst að þessi dómari hafi ekki dæmt fótboltaleik í marga mánuði því deildin þar er ekki í gangi," sagði Óli.

Nánar er rætt við Óla í sjónvarpinu hér að ofan en hann var mjög reiður eftir leik og sýndi peningamerki upp í stúku.

„Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni. Það er fúlt en við lærum af þessu og komum sterkir til baka."
Athugasemdir
banner
banner