Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 18. júlí 2018 20:48
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: Hann dæmdi okkur út úr þessari keppni
watermark Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Þetta er hrikalega svekkjandi," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni í kvöld en það þýddi samanlagt 3-2 tap.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

„Við vorum búnir að spila ágætis leik. Við vissum að þeir yrðu meira með boltann og myndu pressa á okkur og það var ekkert óvænt. Við vorum djöfull nærri því og vítin tvö sem við fengum á okkur eru bara bull. Ég veit ekki með vítið sem við fengum, sumir segja að hann hafi skallað hann í hendina.Ég veit ekkert um það því ég sá það ekki nógu vel. En mínir menn segja að fyrri tvö vítin hafi bara verið djók."

Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov réði ekkert við leikinn og vítadómarnir voru allir kolrangir.

„Við erum að spila í Meistaradeildinni og það eru ekki betri dómarar en þetta. Mér skilst að þessi dómari hafi ekki dæmt fótboltaleik í marga mánuði því deildin þar er ekki í gangi," sagði Óli.

Nánar er rætt við Óla í sjónvarpinu hér að ofan en hann var mjög reiður eftir leik og sýndi peningamerki upp í stúku.

„Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni. Það er fúlt en við lærum af þessu og komum sterkir til baka."
Athugasemdir
banner
banner