Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 18. júlí 2018 20:48
Elvar Geir Magnússon
Óli Jó: Hann dæmdi okkur út úr þessari keppni
Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Dómaratríóið í kvöld fær þakkir frá þjálfara Rosenborg að leik loknum. Hann má vera þakklátur enda fékk norska liðið mikla hjálp frá búlgarska dómaranum.
Mynd: Richard Sagen/Adresseavisen
„Þetta er hrikalega svekkjandi," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 3-1 tap gegn Rosenborg í Meistaradeildinni í kvöld en það þýddi samanlagt 3-2 tap.

Lestu um leikinn: Rosenborg 3 -  1 Valur

„Við vorum búnir að spila ágætis leik. Við vissum að þeir yrðu meira með boltann og myndu pressa á okkur og það var ekkert óvænt. Við vorum djöfull nærri því og vítin tvö sem við fengum á okkur eru bara bull. Ég veit ekki með vítið sem við fengum, sumir segja að hann hafi skallað hann í hendina.Ég veit ekkert um það því ég sá það ekki nógu vel. En mínir menn segja að fyrri tvö vítin hafi bara verið djók."

Búlgarski dómarinn Stefan Apostolov réði ekkert við leikinn og vítadómarnir voru allir kolrangir.

„Við erum að spila í Meistaradeildinni og það eru ekki betri dómarar en þetta. Mér skilst að þessi dómari hafi ekki dæmt fótboltaleik í marga mánuði því deildin þar er ekki í gangi," sagði Óli.

Nánar er rætt við Óla í sjónvarpinu hér að ofan en hann var mjög reiður eftir leik og sýndi peningamerki upp í stúku.

„Var ég með það? Ég tók nú ekki eftir því. En það er oft þannig í fótbolta að stærri liðunum er hjálpað og mér fannst það vera þannig í þessu tilfelli. Að hann hafi nánast dæmt okkur út úr þessari keppni. Í stöðunni 2-1 dæmdi hann okkur út úr þessari keppni á síðustu mínútunni. Það er fúlt en við lærum af þessu og komum sterkir til baka."
Athugasemdir
banner
banner