Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 18. júlí 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Aubameyang til Al Qadsiah (Staðfest)
Mynd: EPA
Gabonski framherjinn Pierre Emerick Aubameyang er genginn í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu, eftir að hafa leikið með Marseille í Frakklandi í eitt tímabil.

Þessi 35 ára leikmaður skoraði 30 mörk í 51 leik fyrir Marseille en hann kom til félagsins eftir að hafa floppað hjá Chelsea þar sem hann skoraði einungis þrjú mörk í 21 leik eftir að hafa komið frá Barcelona.

Al Qadsiah er stórhuga eftir að hafa unnið Sádi-arabísku B-deildina á síðasta tímabili og komist upp. Áður hafði félagið trryggt sér varnarmanninn Nacho frá Real Madrid.

Aubameyang er fyrrum fyrirliði Arsenal og vann gullskó ensku úrvalsdeildarinnar 2019. Hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik FA bikarsins 2020 þar sem Arsenal vann Chelsea.

Sádi-arabíska úrvalsdeildin er stjörnum prýdd en Neymar, Karim Benzema og Cristiano Ronaldo eru meðal þeirra sem þar spila.
Athugasemdir
banner
banner
banner