Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 18. ágúst 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Eðlilegt að verða reiður þegar stappað er á andliti manns
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90.mínútu leiksins.

„Að sjálfsögðu er þetta svekkjandi. Mér fannst við ekki eiga þetta skilið. Við vorum klaufar að falla of mikið niður þegar að við erum 1-0 yfir og fáum 1-1 markið á okkur. Síðan fáum við séns til að komast í 2-1 en nýtum það ekki og á móti liði eins og FH verður þú að nýta þína sénsa." sagði Ólafur Ingi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og fékk Daninn rautt spjald fyrir vikið.

„Ég varð frekar reiður því að leikmaður FH (Morten Beck) steig á andlitið á mér og það eru kannski bara eðlileg viðbrögð. Hann uppskar rautt og ég gult fyrir læti." sagði Ólafur Ingi um atvikið.

Eins og hefur ekki farið framhjá neinum knattspyrnuáhugamanni er deildin rosalega jöfn en Fylkismenn sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá falli og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við vissum það fyrir leikinn að það væru bara úrslitaleikir eftir og við þurfum á stigum að halda. Við ætluðum að taka þrjú stig í dag en því miður förum við héðan með núll stig þannig að við þurfum bara að einbeita okkur af næsta leik." sagði Ólafur Ingi að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf Inga í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner