Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 18. ágúst 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Eðlilegt að verða reiður þegar stappað er á andliti manns
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90.mínútu leiksins.

„Að sjálfsögðu er þetta svekkjandi. Mér fannst við ekki eiga þetta skilið. Við vorum klaufar að falla of mikið niður þegar að við erum 1-0 yfir og fáum 1-1 markið á okkur. Síðan fáum við séns til að komast í 2-1 en nýtum það ekki og á móti liði eins og FH verður þú að nýta þína sénsa." sagði Ólafur Ingi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og fékk Daninn rautt spjald fyrir vikið.

„Ég varð frekar reiður því að leikmaður FH (Morten Beck) steig á andlitið á mér og það eru kannski bara eðlileg viðbrögð. Hann uppskar rautt og ég gult fyrir læti." sagði Ólafur Ingi um atvikið.

Eins og hefur ekki farið framhjá neinum knattspyrnuáhugamanni er deildin rosalega jöfn en Fylkismenn sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá falli og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við vissum það fyrir leikinn að það væru bara úrslitaleikir eftir og við þurfum á stigum að halda. Við ætluðum að taka þrjú stig í dag en því miður förum við héðan með núll stig þannig að við þurfum bara að einbeita okkur af næsta leik." sagði Ólafur Ingi að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf Inga í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner