Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 18. ágúst 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Eðlilegt að verða reiður þegar stappað er á andliti manns
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90.mínútu leiksins.

„Að sjálfsögðu er þetta svekkjandi. Mér fannst við ekki eiga þetta skilið. Við vorum klaufar að falla of mikið niður þegar að við erum 1-0 yfir og fáum 1-1 markið á okkur. Síðan fáum við séns til að komast í 2-1 en nýtum það ekki og á móti liði eins og FH verður þú að nýta þína sénsa." sagði Ólafur Ingi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og fékk Daninn rautt spjald fyrir vikið.

„Ég varð frekar reiður því að leikmaður FH (Morten Beck) steig á andlitið á mér og það eru kannski bara eðlileg viðbrögð. Hann uppskar rautt og ég gult fyrir læti." sagði Ólafur Ingi um atvikið.

Eins og hefur ekki farið framhjá neinum knattspyrnuáhugamanni er deildin rosalega jöfn en Fylkismenn sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá falli og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við vissum það fyrir leikinn að það væru bara úrslitaleikir eftir og við þurfum á stigum að halda. Við ætluðum að taka þrjú stig í dag en því miður förum við héðan með núll stig þannig að við þurfum bara að einbeita okkur af næsta leik." sagði Ólafur Ingi að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf Inga í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner