Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   sun 18. ágúst 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Eðlilegt að verða reiður þegar stappað er á andliti manns
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90.mínútu leiksins.

„Að sjálfsögðu er þetta svekkjandi. Mér fannst við ekki eiga þetta skilið. Við vorum klaufar að falla of mikið niður þegar að við erum 1-0 yfir og fáum 1-1 markið á okkur. Síðan fáum við séns til að komast í 2-1 en nýtum það ekki og á móti liði eins og FH verður þú að nýta þína sénsa." sagði Ólafur Ingi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og fékk Daninn rautt spjald fyrir vikið.

„Ég varð frekar reiður því að leikmaður FH (Morten Beck) steig á andlitið á mér og það eru kannski bara eðlileg viðbrögð. Hann uppskar rautt og ég gult fyrir læti." sagði Ólafur Ingi um atvikið.

Eins og hefur ekki farið framhjá neinum knattspyrnuáhugamanni er deildin rosalega jöfn en Fylkismenn sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá falli og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við vissum það fyrir leikinn að það væru bara úrslitaleikir eftir og við þurfum á stigum að halda. Við ætluðum að taka þrjú stig í dag en því miður förum við héðan með núll stig þannig að við þurfum bara að einbeita okkur af næsta leik." sagði Ólafur Ingi að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf Inga í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner