Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. ágúst 2022 17:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Smári: Sumir sem við vorum með í huga var bara ekki hægt að fá
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári og Sigurvin
Eiður Smári og Sigurvin
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það gekk vel hjá Eiði Smára og Loga Ólafssyni
Það gekk vel hjá Eiði Smára og Loga Ólafssyni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, var til viðtals hér á Fótbolti.net eftir 4-1 tap FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum síðasta sunnudag. FH er enn án sigurs undir stjórn Eiðs Smára sem tók við þjálfun liðsins ásamt Sigurvini Ólafssyni í júní.

Sjá einnig:
Skýrslan: Áhugalaus her úr Hafnarfirði tapaði stríði í Vestmannaeyjum

Eiður var spurður hvort hann næði ekki til leikmanna liðsins. „Það er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að svara en ég er nokkuð viss um að ég nái vel til þeirra. Það er bara spurning hvort við viljum spila aðeins of mikið og yfirspila oft á tíðum. Og hvort þeir séu búnir að fá of mikið af upplýsingum á stuttum tíma. En hvort ég nái ekki til þeirra? Þú verður að spyrja fyrirliðann eða eldri leikmenn að því."

„Eftir slæm úrslit, á undanförnum vikum hafa verið mjög slæm úrslit, fer maður að hugsa hvort maður þurfi að gera eitthvað öðruvísi. Það er ábyrgð minni og okkar sem þjálfara. Við þurfum allir að taka ábyrgð,"
sagði Eiður.

Sjá einnig:
Markatala FH er 3-15 eftir þjálfaraskiptin

Eiður var spurður hvort hann væri hræddur um að hann muni ekki ná að snúa gengi FH við. „Ég er nú ótrúlega 'cocky' alltaf, ég hef alltaf trú á að þetta breytist."

Bilið á milli þeirra eldri og yngri er of mikið
Eiður tók líka við þjálfun FH sumarið 2020 þegar hann og Logi Ólafsson tóku við stjórnartaumunum. Þá gekk honum vel að breyta hlutunum. Hver er munurinn á FH þá og núna?

„Megnið af eldri leikmönnunum eru tveimur árum eldri, mikið af gæðaleikmönnum sem hafa farið, mikið af ungum og efnilegum leikmönnum sem hafa kannski ekki nógu mikla reynslu ennþá. Þannig að bilið á milli þeirra eldri og yngri er of mikið. Og svo er bara spurning með jafnvægið í hópnum."

Sjá einnig:
Matti: Leikmenn, þjálfarar og stjórn þurfa að gera betur

Ekki hægt að fá suma leikmenn
Reyndiru að fá liðsstyrk í glugganum sem þú fékkst ekki?

„Nei, eða jú. Sumir leikmenn sem við vorum með í huga var bara ekki hægt að fá. Ég var ekki tilbúinn að taka bara einhvern þannig við ákváðum að sleppa því."

FH fékk einn leikmann í glugganum. Það er Úlfur Ágúst Björnsson sem kallaður var til baka úr láni frá Njarðvík. Þá hleypti liðið Lasse Petry til Vals.

„Það er oft gott þegar þú ert í erfiðri stöðu að reyna þjappa öllum saman. Það gera sér allir grein fyrir því inn í klefa. Ef þeir gera það ekki þá þurfa þeir að gera sér grein fyrir því mjög snögglega. Þetta er hópurinn sem stendur fyrir framan risaverkefni. Þá er bara að sýna hvað í okkur býr, ekki bara fótboltaleg geta heldur karakter og líka hvað þetta þýðir fyrir okkur. Hvað þýðir það að spila fyrir FH? Hvað þýðir það að vera í þessari stöðu með þetta félag? Ég er ekki með svarið akkúrat núna," sagði Eiður.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. FH er í 10. sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan Leikni sem er í fallsæti og þremur stigum fyrir ofan botnlið ÍA. Næsti leikur FH er gegn Keflavík, svo er leikur gegn KR og í kjölfarið leikir við Leikni og ÍA.

FH-ingar ætla að hittast í kvöld á svokölluðu endurreisnarkvöldi.

Sjá einnig:
Atli Viðar ómyrkur í máli - „Lélegasta sem FH hefur sýnt í 20 ár"
Vandræði FH: Eitt sinn stórveldi en núna í baráttu fyrir lífi sínu
Atli segir FH að hringja í Pétur - Ekki snert fótbolta síðan í fyrra
Eiður Smári: Verður að spyrja fyrirliðann hvort ég nái til þeirra
Athugasemdir
banner
banner
banner