Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 14. ágúst 2022 18:45
Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári: Verður að spyrja fyrirliðann hvort ég nái til þeirra
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ég get sagt það sama og ég sagði við drengina hérna inni. Það er nóg að koma út og spila eins og karlmenn í einn hálfleik," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir 4-1 tap gegn ÍBV í eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í, það var búið að tala um það alla vikuna strax eftir bikarleikinn. Þetta er það sem gerist gegn liði sem er físískt og mjög direct og leggur hart að sér. Ef þú ert ekki tilbúinn í þá baráttu allavega fyrsta korterið eða 20 mínúturnar þá lendirðu í þeirri stöðu sem við lentum í. Ég viðurkenni að ég sagði þetta í aðeins hærri tóni í hálfleik."

Eiður Smári sagði í vikunni að hann ætlaði í stríð í þessum leik en það bar þess engin merki.

„Það var ekki að sjá hvernig við komum út, alls ekki. Í fyrri hálfleik voru þetta karlmenn á móti stráklingum. Ég er óhræddur við að segja það."

Ertu svekktur út í strákana?

„Já, ég er það. Þetta eru alltaf mínir drengir, ég mun alltaf vernda þá eins mikið og ég get. Kannski er eitthvað sem við þurfum að hugsa sem þjálfarateymi líka og fara að gera eitthvað öðruvísi. Við erum allir saman í þessari súpu, eitthvað þarf að gerast snöggt áður en við sökkvum dýpra og dýpra."

Nærðu ekki til strákanna, er það vandamálið?

„Það er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að svara en ég er nokkuð viss um að ég nái vel til þeirra. Það er bara spurning hvort við viljum spila aðeins of mikið og yfirspila oft á tíðum. Og hvort þeir séu búnir að fá of mikið af upplýsingum á stuttum tíma. En hvort ég nái ekki til þeirra? Þú verður að spyrja fyrirliðann eða eldri leikmenn að því."

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner