Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 14. ágúst 2022 18:45
Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári: Verður að spyrja fyrirliðann hvort ég nái til þeirra
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ég get sagt það sama og ég sagði við drengina hérna inni. Það er nóg að koma út og spila eins og karlmenn í einn hálfleik," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir 4-1 tap gegn ÍBV í eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í, það var búið að tala um það alla vikuna strax eftir bikarleikinn. Þetta er það sem gerist gegn liði sem er físískt og mjög direct og leggur hart að sér. Ef þú ert ekki tilbúinn í þá baráttu allavega fyrsta korterið eða 20 mínúturnar þá lendirðu í þeirri stöðu sem við lentum í. Ég viðurkenni að ég sagði þetta í aðeins hærri tóni í hálfleik."

Eiður Smári sagði í vikunni að hann ætlaði í stríð í þessum leik en það bar þess engin merki.

„Það var ekki að sjá hvernig við komum út, alls ekki. Í fyrri hálfleik voru þetta karlmenn á móti stráklingum. Ég er óhræddur við að segja það."

Ertu svekktur út í strákana?

„Já, ég er það. Þetta eru alltaf mínir drengir, ég mun alltaf vernda þá eins mikið og ég get. Kannski er eitthvað sem við þurfum að hugsa sem þjálfarateymi líka og fara að gera eitthvað öðruvísi. Við erum allir saman í þessari súpu, eitthvað þarf að gerast snöggt áður en við sökkvum dýpra og dýpra."

Nærðu ekki til strákanna, er það vandamálið?

„Það er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að svara en ég er nokkuð viss um að ég nái vel til þeirra. Það er bara spurning hvort við viljum spila aðeins of mikið og yfirspila oft á tíðum. Og hvort þeir séu búnir að fá of mikið af upplýsingum á stuttum tíma. En hvort ég nái ekki til þeirra? Þú verður að spyrja fyrirliðann eða eldri leikmenn að því."

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner