Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   sun 14. ágúst 2022 18:45
Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári: Verður að spyrja fyrirliðann hvort ég nái til þeirra
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ég get sagt það sama og ég sagði við drengina hérna inni. Það er nóg að koma út og spila eins og karlmenn í einn hálfleik," sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir 4-1 tap gegn ÍBV í eyjum í dag.


Lestu um leikinn: ÍBV 4 -  1 FH

„Við vissum nákvæmlega hvað við vorum að fara út í, það var búið að tala um það alla vikuna strax eftir bikarleikinn. Þetta er það sem gerist gegn liði sem er físískt og mjög direct og leggur hart að sér. Ef þú ert ekki tilbúinn í þá baráttu allavega fyrsta korterið eða 20 mínúturnar þá lendirðu í þeirri stöðu sem við lentum í. Ég viðurkenni að ég sagði þetta í aðeins hærri tóni í hálfleik."

Eiður Smári sagði í vikunni að hann ætlaði í stríð í þessum leik en það bar þess engin merki.

„Það var ekki að sjá hvernig við komum út, alls ekki. Í fyrri hálfleik voru þetta karlmenn á móti stráklingum. Ég er óhræddur við að segja það."

Ertu svekktur út í strákana?

„Já, ég er það. Þetta eru alltaf mínir drengir, ég mun alltaf vernda þá eins mikið og ég get. Kannski er eitthvað sem við þurfum að hugsa sem þjálfarateymi líka og fara að gera eitthvað öðruvísi. Við erum allir saman í þessari súpu, eitthvað þarf að gerast snöggt áður en við sökkvum dýpra og dýpra."

Nærðu ekki til strákanna, er það vandamálið?

„Það er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að svara en ég er nokkuð viss um að ég nái vel til þeirra. Það er bara spurning hvort við viljum spila aðeins of mikið og yfirspila oft á tíðum. Og hvort þeir séu búnir að fá of mikið af upplýsingum á stuttum tíma. En hvort ég nái ekki til þeirra? Þú verður að spyrja fyrirliðann eða eldri leikmenn að því."

Nánar er rætt við Eið Smára í spilaranum að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner