Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. september 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Gunnlaugs: Tökum ekki þátt í þeirri vitleysu að liggja til baka
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var svekktur eftir 1-0 tap liðsins gegn FH í gær. Víkingur var meira með boltann og Arnar var svekktur að fá ekki meira út úr leiknum.

Í viðtali við Vísi eftir leik kom Arnar með áhugaverð ummæli.

„Það er fáránlegt að við séum með svona fá stig þetta hefur verið stöngin út allt mótið, við eigum meira skilið við erum með flott lið sem spilaði vel í dag á móti góðu liði sem er í mjög góðu formi. Þú þarft að vera blindur til að sjá ekki hvort liðið vildi spila fótbolta, ef fólk vill kíkja á tölur þá er miklir yfirburðir hjá okkur sem gleður mig sem þjálfara,” sagði Arnar við Vísi eftir leik.

Arnar tjáði sig um leikstíl FH eftir leik en hann segir að Víkingur vilji ekki liggja til baka og sækja hratt.

„Þeir eru með öðruvísi leikaðferðir en við þar sem þeir liggja til baka og beita skyndisóknum ef það er ásættanlegt í FH þá er það frábært fyrir þá en við tökum ekki þátt í þeirri vitleysu. Færi FH koma mikið eftir okkar mistök þar sem við missum boltann en það er sárt að tapa," sagði Arnar einnig við Vísi.

Í viðtali við Fótbolta.net var Arnar spurður af því hvort það væri ekki pirrandi að stjórna leikjunum en fá ekkert úr úr þeim.

„Það er ógeðslega pirrandi en þú verður að horfa á stóru myndina. Það er ákveðin vegferð í gangi og ég hélt að við værum komnir aðeins lengra og breyta leikjum í sigra. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð því það er miklu auðveldara að lagfæra þessa hluti hjá okkur heldur en að lagfæra hluti hjá mörgum öðrum liðum í íslenskum fótbolta. Þeim líður ekki vel með bolta, treysta á skyndisóknir, pressa illa og þess háttar. Svo eru þessi lið mjög hissa hversu illa gengur í Evrópu með þennan leikstíl en hann dugar á Íslandi," sagði Arnar.

Hér að neðan má sjá viðtal Fótbolta.net við Arnar eftir leik.
Arnar Gunnlaugs: Auðveldara að lagfæra hlutina sem eru að hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum liðum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner