Manchester United heldur áfram að reyna við Patrick Dorgu, Neymar er til í að fórna launum til að komast aftur til Santos og Aston Villa hefur áhuga...
   lau 18. september 2021 21:08
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu atvikið: Sparkaði andstæðinginn niður en uppskar aðeins gult spjald
Luton fagnar marki í leiknum
Luton fagnar marki í leiknum
Mynd: Getty Images
Skrautlegt atvik átti sér stað í 3-3 jafntefli Luton og Swansea í ensku B-deildinni í dag en Henri Lansbury sparkaði niður Ryan Manning um miðjan fyrri hálfleikinn.

Luton var 3-0 yfir og átti liðið aukaspyrnu. Manning, sem leikur með Swansea, gekk að knettinum og sparkaði honum í burtu en þá mætti Lansbury á ferðinni og þrumaði Manning niður.

Báðir leikmenn fengu gult spjald fyrir en atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Í raun ótrúlegt að Lansbury hafi ekki fengið rauða spjaldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner