Skrautlegt atvik átti sér stað í 3-3 jafntefli Luton og Swansea í ensku B-deildinni í dag en Henri Lansbury sparkaði niður Ryan Manning um miðjan fyrri hálfleikinn.
Luton var 3-0 yfir og átti liðið aukaspyrnu. Manning, sem leikur með Swansea, gekk að knettinum og sparkaði honum í burtu en þá mætti Lansbury á ferðinni og þrumaði Manning niður.
Báðir leikmenn fengu gult spjald fyrir en atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Í raun ótrúlegt að Lansbury hafi ekki fengið rauða spjaldið.
Decision: Yellow card...😳⚠
— Sky Sports (@SkySports) September 18, 2021
Thoughts on this incident in the dramatic Championship clash between Luton Town and Swansea City? 🤯pic.twitter.com/DAz3BrZYYX
Athugasemdir