Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
banner
   mán 18. september 2023 20:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Torino skoraði þrjú - Jafnt í Veróna
Radonjic setti tvennu í flottum sigri.
Radonjic setti tvennu í flottum sigri.
Mynd: EPA
Hien í baráttunni við Joshua Zirkzee í kvöld.
Hien í baráttunni við Joshua Zirkzee í kvöld.
Mynd: EPA

Það fóru tveir leikir fram í ítalska boltanum í kvöld þar sem Torino lagði Salernitana að velli á meðan Verona og Bologna skildu jöfn.


Alessandro Buongiorno og Nemanja Radonjic komu Torino í tveggja marka forystu á útivelli gegn Salernitana, áður en Radonjic innsiglaði sigurinn með þriðja marki leiksins í síðari hálfleik.

Heimamenn í Salernitana áttu mikið af marktilraunum en þær voru bitlausar og verðskulduðu gestirnir sigurinn að lokum.

Salernitana er aðeins með tvö stig eftir tapið en Torino er komið með sjö stig eftir fjórar fyrstu umferðirnar.

Verona, sem rétt bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð, er einnig komið með sjö stig eftir jafntefli gegn Bologna í dag.

Nokkuð bragðdaufum leik lauk með markalausu jafntefli en gestirnir frá Bologna voru sterkari aðilinn í síðari hálfleik eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik. Sænski varnarmaðurinn Isak Hien setti boltann í netið fyrir Verona í fyrri hálfleik en ekki dæmt mark vegna rangstöðu, eftir athugun í VAR-herberginu.

Bologna er með fimm stig eftir jafnteflið.

Salernitana 0 - 3 Torino
0-1 Alessandro Buongiorno ('15)
0-2 Nemanja Radonjic ('41)
0-3 Nemanja Radonjic ('50)

Verona 0 - 0 Bologna


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 14 9 4 1 22 11 +11 31
2 Napoli 14 10 1 3 22 12 +10 31
3 Inter 14 10 0 4 32 13 +19 30
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Bologna 14 7 4 3 23 12 +11 25
6 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
7 Juventus 14 6 5 3 18 14 +4 23
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 14 6 2 6 19 17 +2 20
10 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
11 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
12 Udinese 14 5 3 6 15 22 -7 18
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 14 3 5 6 15 21 -6 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
19 Verona 14 1 6 7 11 21 -10 9
20 Fiorentina 14 0 6 8 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner
banner