Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 18. september 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville nefnir tvo leikmenn sem hann hefði viljað sjá Man Utd kaupa
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, segir að félagið hefði þurft að kaupa tvo ákveðna leikmenn til að berjast um enska meistaratitilinn á þessu tímabili.

United hefur farið illa af stað á þessari leiktíð en liðið tapaði 1-3 gegn Brighton á heimavelli um liðna helgi.

Neville hefur áhyggjur af stöðu mála en hann talaði um United í hlaðvarpi sínu í gær. United eyddi 176,9 milljónum punda í leikmenn eins og Rasmus Höjlund, Andre Onana og Mason Mount í sumar, en Neville er á því að kaupin hafi ekki verið nægilega góð til að koma liðinu í titilbaráttuna á þessu tímabili.

„Ég bjóst ekki við því í eina sekúndu að þeir myndu stríða Manchester City eða Arsenal út frá leikmönnunum sem þeir fengu inn núna," sagði Neville.

Hann nefnir tvo leikmenn sem hann hefði viljað sjá United kaupa.

„Þeir hefðu þurft að fá Declan Rice og Harry Kane. Félagið átti ekki fjármuni til að ná í þá."

Rice fór í Arsenal og Kane fór til Bayern München en þeir höfðu báðir verið orðaðir við Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner