Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 18. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo stefnir á 110 mörk - Ætlar að bæta metið
Mynd: Getty Images
„Það þarf að bæta öll met og ég mun bæta það met," sagði Cristiano Ronaldo eftir að hann skoraði 99. landsliðsmark sitt á ferlinum gegn Lúxemborg í gær.

Ronaldo stefnir á að bæta met Ali Daei sem er markahæsti landsliðsmaður sögunnar en hann skoraði 109 mörk með Íran á ferli sínum.

Ronaldo gæti skorað 100. landsliðsmark sitt eftir áramót og hann er staðráðinn í að halda áfram þar til metið hjá Daei verður slegið.

Portúgal tryggði sér sæti á EM með 2-0 sigrinum á Lúxemborg en Ronaldo var ekki hrifinn af vellinum sem spilað var á.

„Það er erfitt að spila á svona völlum. Þetta var kartöflugarður. Ég veit ekki hvernig lið í okkar styrleikaflokki eiga að spila á svona velli," sagði Ronaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner