Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. janúar 2022 17:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sex Íslendingar æfa með Bodö/Glimt á Spáni
Kjartan Kári
Kjartan Kári
Mynd: Raggi Óla
Sex Íslendingar munu æfa með Bodö/Glimt á Spáni næstu daga. Einn þeirra er leikmaður aðalliðs félagsins, landsliðsbakvörðurinn Alfons Sampsted.

Bróðir Alfonsar, Dagur (2004), er leikmaður unglingaliðsins og mun æfa með U19/varaliði félagsins. Kjartan Kári Halldórsson (2003), leikmaður Gróttu, mun gera slíkt hið sama en hann er í annað sinn að æfa hjá Bodö, hann gerði það einnig síðasta haust.

Hinir þrír eru strákar sem fæddir eru árið 2005 og koma frá Hafnarfjarðarfélögunum FH og Haukum. Þeir munu æfa með U17 ára liði félagsins.

Ólafur Darri Sigurjónsson er leikmaður Hauka og þeir Arngrímur Bjartur Guðmundsson og Baldur Kári Helgason eru leikmenn FH.

Aðalliðið æfir á Alicante en hin liðin æfa á Marbella
Athugasemdir
banner
banner
banner