banner
   mið 19. janúar 2022 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Erfitt að kveðja Kristianstad - „Náði að klára síðasta leikinn áður en ég brotnaði niður"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir var til viðtals hér á Fótbolta.net fyrr í vikunni. Hún var hjá Kristianstad í áratug og samdi svo við Selfoss í síðasta mánuði. Hún var spurð út í viðskilnaðinn við Kristianstad.

Sjá einnig:
Mjög stolt að fá símtölin en Selfoss langbesti kosturinn

„Það var rosa erfitt, ég náði að klára síðasta heimaleikinn áður en ég brotnaði niður. Ég get alveg sagt að þetta var mjög tilfinningaríkt, svolítið erfitt en ég er ógeðslega þakklát fyrir tíma minn þarna. Ég hef þroskast sem leikmaður, manneskja og liðsfélagi. Ég er mjög þakklát Betu fyrir að halda okkur inni og að við höfum fengið að gera þetta saman svona lengi," sagði Sif. Hún talar um samstarfið við Elísabetu Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad, og samstarfið við Björn Sigurbjörnsson sem var aðstoðarmaður Elísabetar.

„Þetta var mjög erfitt fyrir Betu, þetta var ekki bara ég sem var að fara því Bjössi var líka að fara. Hann var búinn að vera hennar stoð og stytta í gegnum öll þessi ár saman. Ég held að þetta hafi verið erfitt en hún er rosa stolt af bæði honum og mér. Hún er spennt að sjá Bjössa taka skrefið. Hún vissi að það hefði verið erfitt fyrir okkur að vera í sitthvoru landinu og það var bara 100% skilningur fyrir því," sagði Sif.

Björn tók við sem þjálfari Selfoss í vetur og mun stýra liðinu á næsta tímabili.


Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner