Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   þri 18. janúar 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Mjög stolt að fá símtölin en Selfoss langbesti kosturinn
Kvenaboltinn
Sif sneri aftur í landsliðið í haust eftir barnsburð.
Sif sneri aftur í landsliðið í haust eftir barnsburð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn við hlið Elísabetar hjá Kristianstad.
Björn við hlið Elísabetar hjá Kristianstad.
Mynd: Twitter
„Það er bara mjög fínt að vera komin aftur til Íslands. Það er alveg pínu sjokk með veðrið en munar um -20 eða 0 gráðurnar. Ég var á útiæfingu í síðustu viku, klæddi mig eins og ég væri að fara í -20 þannig það var ágætt að geta farið að týna af sér. Þetta er bara spennandi," sagði Sif Atladóttir.

Sif samdi við Selfoss í desember eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Hjá Selfossi spilar hún undir stjórn eiginmanns síns, Björns Sigurbjörnssonar. Sif fór erlendis árið 2010 og spilaði fyrst með Saarbrücken í Þýskalandi áður en hún samdi við Kristianstad árið 2011.

„Ég er spennt að sjá hvað hefur breyst og miðað við undirskriftir síðustu vikur hjá Þór/KA og Val og fleirum þá verður þetta stórkostlega spennandi og gaman að sjá að liðið stefna fram á við."

Voru fleiri lið en Selfoss sem komu til greina?

„Ég skoðaði það sem kom á borðið og var mjög þakklát fyrir að liðin voru að heyra í mér. Það sýnir bara metnað og hvaða hugsun þau hafa. Ég var mjög stolt að fá símtölin en út frá öllum sjónarmiðum var Selfoss langbesti kosturinn fyrir mig og fjölskylduna."

„Við Bjössi erum búin að sýna fram á að við getum unnið vel saman. Ég er spennt að sjá hann í nýju hlutverki. Hann er búinn að vera í skólanum hennar Betu í 11-12 ár. Það verður gaman að sjá hann fá að fljúga svolítið sjálfur."

„Nei, það var engin pressa frá honum,"
sagði Sif og hló. „Við ræddum þetta alveg áður og sögðum að ég myndi skoða alla mögulega kosti. Við vitum alveg hvar ég stend, ég stefni á EM og hann var þolinmóður og sýndi mér skilning í því. Það kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað á tímabili en svo passaði vel að fara í Selfoss."

Talandi um EM, að spila á Íslandi, minnkar það líkurnar á að vera í hópnum?

„Ég veit það ekki. Ég vel ekki hópinn sjálf því miður... ég ræddi þetta við Steina og Ása og sagði að þetta gæti verið möguleiki. Þeir segja að þeir munu velja besta hópinn fyrir EM og ég þarf bara að standa mig með mínu félagsliði til að eiga áfram möguleika á því að halda mér þar inni," sagði Sif.

Sif er 36 ára varnarmaður sem hefur spilað með FH, KR, Þrótti og Val á Íslandi. Viðtalið í heild er talsvert lengra og má sjá það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner