Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   þri 18. janúar 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Mjög stolt að fá símtölin en Selfoss langbesti kosturinn
Kvenaboltinn
Sif sneri aftur í landsliðið í haust eftir barnsburð.
Sif sneri aftur í landsliðið í haust eftir barnsburð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn við hlið Elísabetar hjá Kristianstad.
Björn við hlið Elísabetar hjá Kristianstad.
Mynd: Twitter
„Það er bara mjög fínt að vera komin aftur til Íslands. Það er alveg pínu sjokk með veðrið en munar um -20 eða 0 gráðurnar. Ég var á útiæfingu í síðustu viku, klæddi mig eins og ég væri að fara í -20 þannig það var ágætt að geta farið að týna af sér. Þetta er bara spennandi," sagði Sif Atladóttir.

Sif samdi við Selfoss í desember eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Hjá Selfossi spilar hún undir stjórn eiginmanns síns, Björns Sigurbjörnssonar. Sif fór erlendis árið 2010 og spilaði fyrst með Saarbrücken í Þýskalandi áður en hún samdi við Kristianstad árið 2011.

„Ég er spennt að sjá hvað hefur breyst og miðað við undirskriftir síðustu vikur hjá Þór/KA og Val og fleirum þá verður þetta stórkostlega spennandi og gaman að sjá að liðið stefna fram á við."

Voru fleiri lið en Selfoss sem komu til greina?

„Ég skoðaði það sem kom á borðið og var mjög þakklát fyrir að liðin voru að heyra í mér. Það sýnir bara metnað og hvaða hugsun þau hafa. Ég var mjög stolt að fá símtölin en út frá öllum sjónarmiðum var Selfoss langbesti kosturinn fyrir mig og fjölskylduna."

„Við Bjössi erum búin að sýna fram á að við getum unnið vel saman. Ég er spennt að sjá hann í nýju hlutverki. Hann er búinn að vera í skólanum hennar Betu í 11-12 ár. Það verður gaman að sjá hann fá að fljúga svolítið sjálfur."

„Nei, það var engin pressa frá honum,"
sagði Sif og hló. „Við ræddum þetta alveg áður og sögðum að ég myndi skoða alla mögulega kosti. Við vitum alveg hvar ég stend, ég stefni á EM og hann var þolinmóður og sýndi mér skilning í því. Það kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað á tímabili en svo passaði vel að fara í Selfoss."

Talandi um EM, að spila á Íslandi, minnkar það líkurnar á að vera í hópnum?

„Ég veit það ekki. Ég vel ekki hópinn sjálf því miður... ég ræddi þetta við Steina og Ása og sagði að þetta gæti verið möguleiki. Þeir segja að þeir munu velja besta hópinn fyrir EM og ég þarf bara að standa mig með mínu félagsliði til að eiga áfram möguleika á því að halda mér þar inni," sagði Sif.

Sif er 36 ára varnarmaður sem hefur spilað með FH, KR, Þrótti og Val á Íslandi. Viðtalið í heild er talsvert lengra og má sjá það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner