Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 18. janúar 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sif Atla: Kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað
Mjög stolt að fá símtölin en Selfoss langbesti kosturinn
Kvenaboltinn
Sif sneri aftur í landsliðið í haust eftir barnsburð.
Sif sneri aftur í landsliðið í haust eftir barnsburð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn við hlið Elísabetar hjá Kristianstad.
Björn við hlið Elísabetar hjá Kristianstad.
Mynd: Twitter
„Það er bara mjög fínt að vera komin aftur til Íslands. Það er alveg pínu sjokk með veðrið en munar um -20 eða 0 gráðurnar. Ég var á útiæfingu í síðustu viku, klæddi mig eins og ég væri að fara í -20 þannig það var ágætt að geta farið að týna af sér. Þetta er bara spennandi," sagði Sif Atladóttir.

Sif samdi við Selfoss í desember eftir rúman áratug í atvinnumennsku. Hjá Selfossi spilar hún undir stjórn eiginmanns síns, Björns Sigurbjörnssonar. Sif fór erlendis árið 2010 og spilaði fyrst með Saarbrücken í Þýskalandi áður en hún samdi við Kristianstad árið 2011.

„Ég er spennt að sjá hvað hefur breyst og miðað við undirskriftir síðustu vikur hjá Þór/KA og Val og fleirum þá verður þetta stórkostlega spennandi og gaman að sjá að liðið stefna fram á við."

Voru fleiri lið en Selfoss sem komu til greina?

„Ég skoðaði það sem kom á borðið og var mjög þakklát fyrir að liðin voru að heyra í mér. Það sýnir bara metnað og hvaða hugsun þau hafa. Ég var mjög stolt að fá símtölin en út frá öllum sjónarmiðum var Selfoss langbesti kosturinn fyrir mig og fjölskylduna."

„Við Bjössi erum búin að sýna fram á að við getum unnið vel saman. Ég er spennt að sjá hann í nýju hlutverki. Hann er búinn að vera í skólanum hennar Betu í 11-12 ár. Það verður gaman að sjá hann fá að fljúga svolítið sjálfur."

„Nei, það var engin pressa frá honum,"
sagði Sif og hló. „Við ræddum þetta alveg áður og sögðum að ég myndi skoða alla mögulega kosti. Við vitum alveg hvar ég stend, ég stefni á EM og hann var þolinmóður og sýndi mér skilning í því. Það kom smá streita að ég myndi fara eitthvað annað á tímabili en svo passaði vel að fara í Selfoss."

Talandi um EM, að spila á Íslandi, minnkar það líkurnar á að vera í hópnum?

„Ég veit það ekki. Ég vel ekki hópinn sjálf því miður... ég ræddi þetta við Steina og Ása og sagði að þetta gæti verið möguleiki. Þeir segja að þeir munu velja besta hópinn fyrir EM og ég þarf bara að standa mig með mínu félagsliði til að eiga áfram möguleika á því að halda mér þar inni," sagði Sif.

Sif er 36 ára varnarmaður sem hefur spilað með FH, KR, Þrótti og Val á Íslandi. Viðtalið í heild er talsvert lengra og má sjá það í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir