Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 19. janúar 2022 16:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Fréttablaðið | Vísir 
Lögreglan gefur ekkert út um mál Gylfa fyrr en á morgun
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
„Það er ekkert að frétta okkar megin þar sem við erum enn að bíða eftir upp­lýsingum sjálf. Við erum enn að bíða eftir dóm­stólnum," sagði Kate King, fjöl­miðla­full­trúi lög­reglunnar í Manchester í samtali við Fréttablaðið í dag.

Beðið er niður­stöðu í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar, hvort hann verði ákærður eða málið látið niður falla.

Samkvæmt Vísi er líklegt að lögreglan muni ekkert gefa út um málið fyrr en á morgun.

Um síðustu helgi var greint frá því að Gylfi yrði áfram laus gegn tryggingu þar til í dag. Gylfi hefur í þrígang fengið framlengingu síðan hann var handtekinn í júlí í fyrra vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

The Sun sagði í vikunni að eiginkona Gylfa stæði með sínum manni og að fjölskyldan hefði flust aftur til London.

Gylfi hef­ur ekk­ert spilað með Evert­on á þess­ari leiktíð og lék síðast fyrir íslenska landsliðið í nóvember 2020. Hann hefur ekkert tjáð sig opinberlega síðan hann var handtekinn.

Samningur Gylfa við Everton rennur út í sumar og virðist hann hafa leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner