Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   mið 19. júní 2024 11:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnór ósáttur og vill fara frá Norrköping - „Það er annað hvort núna eða gleyma því"
Verið virkilega góður með landsliðinu að undanförnu.
Verið virkilega góður með landsliðinu að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðið fyrir sínu hjá Norrköping en liðinu gengur illa.
Staðið fyrir sínu hjá Norrköping en liðinu gengur illa.
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór Ingvi Traustason er besti leikmaður sænska félagsins Norrköping. Hann er á meðal bestu leikmanna sænsku deildarinnar en liðið er langt frá því að ver á meðal bestu liðanna. Norrköping er með 11 stig í 14. sæti eftir 12 umferðir. Liðið er án sigurs í síðustu sex leikjum.

Miðjumaðurinn hefur skorað fjögur mörk í deildinni á tímabilinu. Arnór er ekki sáttur með stöðu mála og vill komast annað í sumarglugganum. Hann var til viðtals í ChessAfterDark.

„Ég hef ekki farið leynt með það að, ég var opinn fyrir því í janúar og hef haldið áfram að standa mig vel. Ég held þessu öllu opnu, set viðmiðið hærra en það sem er verið að bjóða upp á hjá félaginu núna. Ég er kannski að tala egóískt, en markmiðin eru miklu meiri en þetta," sagði Arnór Ingvi.

„Ég vil miklu meira en þetta. Ég er á þeim aldri að það er annað hvort núna eða gleyma því."

Arnór var spurður hvort hann væri opinn fyrir því að elta seðlana ef slíkt tilboð kæmi upp. „Allar dyr eru opnar."

Arnór segir komið að tímapunkti þar sem hann þurfi að hugsa um sig og sína. „Ég elska að spila að spila fótbolta og allt það. Með fullri virðingu fyrir IFK Norrköping þá þarf ég líka að hugsa um sjálfan mig. Ef þú gerir það ekki þá gerir það enginn."

Ekki skemmtilegt að vera óánægðan leikmann
Hann er samningsbundinn út tímabilið 2026. „Það getur orðið vesen en ég myndi samt segja að í dag, þá hefur allt sitt verð. Þegar þú ferð í viðræður þá kemst þú að því fljótt (hvort það verði vesen), það er heldur ekkert skemmtilegt að vera með leikmann sem er óánægður. Klúbburinn er að borga launin og allt það, en ef leikmaðurinn er óánægður þá er ekkert skemmtilegt að vera með hann í herbúðunum."

„Ég stend ekki á mínum skoðunum þegar kemur að fótbolta. Ég er búinn að láta vita að þetta er eitthvað sem ég sætti mig ekki við og það eru fleiri loforð sem hafa ekki staðist. Þetta hefur ekki gengið nægilega vel.“


Ítalía eða Þýskaland?
Arnór var spurður hvaða deildir hann væri helst að horfa í.

„Ég er mest að hugsa um meginland Evrópu. Það er góður séns á Ítalíu og Þýskalandi. Mér finnst ég hafa sýnt og sannað það að ég get spilað á miklu hærra getustigi en ég er að spila á núna. Meginland Evrópu væri frábært.“

„Ég og umboðsmaðurinn höfum haldið góðu sambandi upp á síðkastið. Það er langt í land ef það er bara áhugi. Við tölum reglulega saman núna, það er mjög mikilvægt,"
sagði Arnór Ingvi.

Arnór segir í viðtalinu að hann hafi komið til félagsins árið 2022 og þá hafi stefnan verið sett aftur upp í topp 5 í deildinni, sett yrði mikið púður í leikmannahópinn en það hefur ekki virkað hingað til. Fram kemur í viðtalinu að Arnór er ekki hrifinn af leikkerfinu sem liðið spilar.
   21.03.2024 07:30
Arnór Ingvi vildi fá Arnar til Norrköping: Veit ekki hvað gerðist



Athugasemdir
banner
banner