Stórleik Vals og Breiðabliks sem átti að fara fram þann 28. júlí hefur verið frestað um óákveðinn tíma.
Valur og Breiðablik eru hlið við hlið á töflunni í Bestu deild karla, en Valsmenn eru með 28 stig í öðru sæti á meðan Blikar eru með 27 stig í 3. sæti.
Liðin áttu að mætast á Hlíðarenda þann 28. júlí en hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma.
Bæði lið eru komin áfram í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en leikur þeirra hefði spilast á milli Evrópuleikjanna.
Liðin komust því að samkomulagi um frestun en eins og áður segir er ekki ljóst hvenær þau munu mætast.
Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó 25. júlí og 1. ágúst á meðan Valur spilar við skoska liðið St. Mirren.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |
Athugasemdir