Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   fös 19. júlí 2024 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Stórleik Vals og Breiðabliks frestað um óákveðinn tíma
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleik Vals og Breiðabliks sem átti að fara fram þann 28. júlí hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Valur og Breiðablik eru hlið við hlið á töflunni í Bestu deild karla, en Valsmenn eru með 28 stig í öðru sæti á meðan Blikar eru með 27 stig í 3. sæti.

Liðin áttu að mætast á Hlíðarenda þann 28. júlí en hefur nú verið frestað um óákveðinn tíma.

Bæði lið eru komin áfram í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en leikur þeirra hefði spilast á milli Evrópuleikjanna.

Liðin komust því að samkomulagi um frestun en eins og áður segir er ekki ljóst hvenær þau munu mætast.

Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó 25. júlí og 1. ágúst á meðan Valur spilar við skoska liðið St. Mirren.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner