29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 19. september 2019 14:59
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór um Rakel og Söndru: Segir mikið um breiddina
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen er í hópnum að þessu sinni.
Sandra María Jessen er í hópnum að þessu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að fá tvo frábæra leikmenn aftur inn í okkar hóp, leikmenn sem þekkja þetta allt saman, hafa mikla reynslu og spila í efstu deild á Englandi og Þýskalandi," sagði Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari Íslands sem í dag tilkynnti leikmannahóp fyrir æfingaleik gegn Frökkum og leik í undankeppni EM 2021 gegn Lettlandi.

Rakel Hönnudóttir (Reading) og Sandra María Jessen (Bayer Leverkusen) koma inn í hópinn í stað Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur leikmanna Breiðabliks sem verða látnar taka verkefni með U19 liðinu framyfir.

„Það segir svolítið um breiddina í hópnum og gæðin að þetta eru tveir frábærir sóknarmenn sem koma með aðra hluti inn í okkar hóp og er virkilega spennandi.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir markvörður Fylkis er fædd árið 2003 og því gjaldgeng í U19 sem og U19. Jón Þór velur hana samt í A-landsliðið.

„Við tókum þá ákvörðun að þar sem hún er líka gjaldgeng með U17 og er að spila með þeim núna að taka hana í A-landsliðið. Með það í huga að fær sína landsleik með 17 ára liðinu meðan hún er gjaldgeng þar. Þegar hún fer í 19 ára liðið þurfum við að velja verkefnin fyrir hana varðandi A og 19 ára landsliðið."

Nánar er rætt við Jón Þór í sjónvarinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner