Jóhanni Frans Ólasyni, leikmanni Sindra á Hornafirði, var boðið á reynslu til króatíska stórliðsins HNK Hajduk Split, strax eftir að tímabilinu lauk í 3. deild karla.
Hélt hann út síðastliðinn sunnudag og mun dvelja hjá liðinu í átta daga, þar sem hann æfir bæði með U16 og U19 ára liði félagsins.
Jóhann Frans, sem fæddur er 19. nóvember árið 2009, lék lykilhlutverk í liði Sindra í 3. deild karla í sumar, en liðið endaði í 9. sæti deildarinnar.
Jóhann Frans kom við sögu í 21 leik, skoraði í þeim tvö mörk og lagði upp sex.
HNK Hajduk Split er í 2. sæti króatísku deildarinnar þegar sex leikjum er lokið af deildarkeppninni.
Félagið er eitt stærsta og sigursælasta lið króatískrar knattspyrnu.
Athugasemdir