Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. október 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
David Luiz vill berjast um úrvalsdeildartitilinn
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn David Luiz gekk í raðir Arsenal í sumar fyrir tæplega 10 milljónir punda. Hann er búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti og hefur verið að gera vel í hjarta varnarinnar undir stjórn Unai Emery.

Luiz er ánægður með fyrstu mánuðina hjá sínu nýja félagi og trúir því að hann og liðsfélagar sínir geti barist um enska úrvalsdeildartitilinn í fyrsta sinn í langan tíma.

„Við fórum vel af stað og erum aðeins búnir að tapa einum leik í úrvalsdeildinni. Liðið er að bæta sig með hverjum leiknum og við erum í þriðja sæti deildarinnar, en það er ekki nóg. Við viljum berjast um titilinn næsta vor," sagði David Luiz.

„Ég hef tekið eftir miklum bætingum hjá liðinu, sérstaklega varnarlega. Við áttum okkur á mikilvægi þess að vera öflugir á öllum sviðum og erum að vinna að því markmiði ásamt Unai og þjálfarateyminu.

„Ég vil vinna titla með Arsenal. Þetta er frábært félag sem á skilið að skína á nýjan leik. Hérna eru frábærir leikmenn og starfsfólk."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner