
Eric Dier varnarmaður enska landsliðsins hefur ekki áhyggjur af bjórbanninu á HM í Katar.
Stuðningsmenn geta ekki fengið sér einn kaldann í Katar en Dier segir að það sé í höndum leikmanna að bæta stemninguna.
„Ég vil meina að þú getur skemmt þér með eða án áfengis. Leikmenn og stuðningsmenn nærast á hvor öðrum og við þurfum að vera þeir sem hefja það með góðum fótbolta. Fótboltinn er aðalatriðið í því að búa til stemninguna," sagði Dier.
FIFA tilkynnti bannið í gær, aðeins tveimur dögum fyrir opnunarleikinn.
Athugasemdir