Sagt var frá því í Útvarpsþættinum Fótbolti.net fyrr í þessum mánuði að Adolf Daði Birgisson væri á sölulista hjá Stjörnunni eftir komu Birnis Snæs Ingasonar til félagsins.
Adolf Daði, sem er uppalinn hjá Stjörnunni, er 21 árs kantmaður sem var ekki í stóru hlutverki á liðnu tímabili. Í Dr. Football þætti dagsins var hann sterklega orðaður við Keflavík sem fór upp úr Lengjudeildinni í haust.
Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, um Adolf.
Adolf Daði, sem er uppalinn hjá Stjörnunni, er 21 árs kantmaður sem var ekki í stóru hlutverki á liðnu tímabili. Í Dr. Football þætti dagsins var hann sterklega orðaður við Keflavík sem fór upp úr Lengjudeildinni í haust.
Fótbolti.net ræddi við Jökul Elísabetarson, þjálfara Stjörnunnar, um Adolf.
„Það er ekki búið að skrifa nafnið hans Dolla á neinn sölulista. Auðvitað er hann það sterkur leikmaður og öflugur gæi að hann getur ekki sætt sig við hlutverkið sem hann hefur setið uppi með mikið lengur. Það býr of mikið í honum til þess að ég sé tilbúinn að stoppa það af ef hann kemst í stærra hlutverk annar staðar. Ég er ekki að segja að hann fari, en hann er of sterkur leikmaður fyrir hlutverkið sem hann hefur setið uppi með. Að einhverju leyti skrifast það á mig og teymið."
„Ég veit ekki hvað gerist, en ég myndi aldrei vilja missa Dolla, aldrei," segir Jökull.
Adolf byrjaði þrjá leiki af sautján spiluðum í Bestu deildinni í sumar og skoraði eitt mark. Hann á að baki 21 leik fyrir yngri landsliðin og þar af eru þrír með U21 landsliðinu sem hann er enn gjaldgengur í.
Í þættinum orðaði Hrafnkell Freyr Ágústsson sömuleiðis Baldur Loga Guðlaugsson við Keflavík og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mjög líklegt að Baldur Logi semji við Keflavík.
Athugasemdir



