Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   mið 19. nóvember 2025 09:20
Elvar Geir Magnússon
Ísland ekki lengur fámennasta HM þjóðin
Stuðningsmenn Curacao fagna.
Stuðningsmenn Curacao fagna.
Mynd: EPA
Dick Advocaat.
Dick Advocaat.
Mynd: EPA
Ísland er ekki lengur fámennasta þjóð sem hefur komist á HM því eyríkið Curacao í Karíbahafi tryggði sér sæti á mótinu á næsta ári.

Það búa aðeins um 150 þúsund á Curacao en landslið þjóðarinnar tryggði sér HM sætið eftir markalaust jafntefli gegn Jamaíku.

Jamaíka missti af HM sæti með úrslitunum og Steve McClaren, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, sagði starfi sínu lausu.

Elstur til að stýra liði á HM
Hinn þaulreyndi Dick Advocaat er landsliðsþjálfari Curacao og verður elsti þjálfari í HM sögunni en Hollendingurinn er 78 ára gamall. Hann hefur alls stýrt átta landsliðum; áður hefur hann í þrígang stýrt Hollandi auk Sameinuðu arabísku furstadæmana, Suður-Kóreu, Belgíu, Rússlandi, Serbíu og Írak.

Áður var Otto Rehhagel sá elsti til að stýra liði á HM, hann var 71 árs þegar hann stýrði HM á mótinu 2010.

Curacao var undir hollenska konungsdæminu og hollenska er stjórnsýslumál eyjarinnar. Meirihluti leikmannahóps Curacao fæddist í Hollandi en er með fjölskyldurætur í Curacao.

Fyrir tíu árum var Curacao í 150. sæti á styrkleikalista FIFA en er nú í 82. sæti.

Það er ljóst að fjögur landslið munu taka þátt í sínu fyrsta HM þegar mótið verður í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Auk Curacao eru Grænhöfðaeyjar, Úsbekistan og Jórdanía búin að tryggja sér HM þátttöku í fyrsta sinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner