
Stjórnvöld í Argentínu hafa lýst yfir almennum frídegi á morgun til að fagna sigri landsliðsins á HM.
Argentína vann HM í þriðja sinn eftir magnaðan úrslitaleik gegn Frakklandi í gær.
Fagnaðarlæti brutust út í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í kjölfarið og munu þau halda áfram næstu daga.
Á morgun lendir argentínska liðið í borginni og mun hvíla sig um stund á æfingasvæði landsliðsins áður en það verður opin rútuferð um borgina.
Stjórnvöld hafa því lýst yfir almennum frídegi svo landsmenn geti fagnað sigrinum og séð þjóðhetjurnar með bikarinn í höndunum.
Það má búast við mikilli stemningu í Buenos Aires á morgun en rútan leggur af stað um hádegi og mun svo stoppa við hina þekktu broddsúlu í borginni.
Argentina is the place to be right now!????????????????
— FOX Soccer (@FOXSoccer) December 18, 2022
(via IG alepetra_) pic.twitter.com/3qQb9AKuUu
Athugasemdir