banner
   mán 19. desember 2022 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Lýst yfir almennum frídegi í Argentínu á morgun
Mynd: EPA
Stjórnvöld í Argentínu hafa lýst yfir almennum frídegi á morgun til að fagna sigri landsliðsins á HM.

Argentína vann HM í þriðja sinn eftir magnaðan úrslitaleik gegn Frakklandi í gær.

Fagnaðarlæti brutust út í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, í kjölfarið og munu þau halda áfram næstu daga.

Á morgun lendir argentínska liðið í borginni og mun hvíla sig um stund á æfingasvæði landsliðsins áður en það verður opin rútuferð um borgina.

Stjórnvöld hafa því lýst yfir almennum frídegi svo landsmenn geti fagnað sigrinum og séð þjóðhetjurnar með bikarinn í höndunum.

Það má búast við mikilli stemningu í Buenos Aires á morgun en rútan leggur af stað um hádegi og mun svo stoppa við hina þekktu broddsúlu í borginni.


Athugasemdir
banner
banner