
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segist fastlega gera ráð fyrir því að línur verði farnar að skýrast í þjálfaramálum karlalandsliðsins eftir tvær til þrjár vikur.
„Við erum komin á góðan stað í dag en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára innanhúss, um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hvernig manneskju við erum að leita að," segir Þorvaldur í samtali við mbl.is.
Enginn hefur verið boðaður í viðtal enn sem komið er en hann býst við að rætt verði við þrjá til fjóra þjálfara áður en ákvörðun verði tekin.
„Við erum komin á góðan stað í dag en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára innanhúss, um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hvernig manneskju við erum að leita að," segir Þorvaldur í samtali við mbl.is.
Enginn hefur verið boðaður í viðtal enn sem komið er en hann býst við að rætt verði við þrjá til fjóra þjálfara áður en ákvörðun verði tekin.
Þorvaldur hefur sagt að í sínum huga væri best að ráða íslenskan þjálfara en heldur því þó opnu að erlendur verði ráðinn. Tekin verði ákvörðun eftir því hvað talið sé að henti best.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Freyr Alexandersson, sem var látinn fara frá Kortrijk í vikunni, hafa helst verið orðaðir við starfið. Einnig skaut nafn hins norska Per Mathias Högmo upp kollinum og þá hefur hinn sænski Janne Andersson einnig verið í umræðu fjölmiðla, svo einhverjir séu nefndir.
Miðað við orð Þorvalds þá verður nýtt ár gengið í garð þegar nýr þjálfari verður ráðinn. Fyrsta verkefnið hjá nýjum þjálfara verður umspilið í mars, þar sem Ísland mætir Kosóvó í einvígi um að halda sér í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Athugasemdir