Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. mars 2021 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Frábær vika og Real Madrid á miklu skriði
Mynd: Getty Images
Real Madrid vann í dag 1-3 útisigur á Celta í Vigo. Markavélin Karim Benzema svaraði spurningu fréttamanna í vikunni, um mögulega komu Erling Braut Haaland til Real, með því að skora mark á þriðjudag og tvö mörk í dag.

Santi Mina minnkaði muninn fyrir Celta skömmu fyrir hlé en Marco Asensio innsiglaði sigurinn með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Real er núna taplaust í tíu leikjum og hefur unnið átta þeirra. Í vikunni sló liðið út Atalanta í Meistaradeildinni.

Þá endaði leikur Athletic og Eibar með 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu snemma leiks. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.

Athletic 1 - 1 Eibar
1-0 Yuri Berchiche ('9 )
1-1 Kike ('17 )

Celta 1 - 3 Real Madrid
0-1 Karim Benzema ('20 )
0-2 Karim Benzema ('30 )
1-2 Santi Mina ('40 )
1-3 Marco Asensio ('90 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 32 16 9 7 51 30 +21 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 32 4 8 20 33 60 -27 20
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner