Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. apríl 2021 09:44
Magnús Már Einarsson
Mason tekur við Tottenham út tímabilið (Staðfest)
Ryan Mason.
Ryan Mason.
Mynd: EPA
Tottenham hefur staðfest að Ryan Mason stýri liðinu tímabundið út þetta tímabil eftir að Jose Mourinho var rekinn í gær.

Hinn 29 ára gamli Mason ólst upp hjá Tottenham og spilaði með liðinu á sínum tíma. Hann fór síðan til Hull en árið 2018 neyddist hann til að leggja skóna á hilluna eftir þungt höfuðhögg í leik gegn Chelsea.

Mason hefur þjálfað yngri lið hjá Tottenham og hann fær nú stórt tækifæri með að stýra liðinu næstu vikurnar.

Ledley King verður Mason til aðstoðar og þeir Chris Powell og Nigel Gibbs verða í þjálfarateyminu. Michel Vorm verður markmannsþjálfari.

Tottenham mætir Manchester City í úrslitum enska deildabikarsins á sunnudaginn.

„Við höfum mikla trú á þessum hóp af hæfileikaríkum leikmönnum. Við eigum bikarúrslitaleik og sex leiki í ensku úrvalsdeildinni framundan. Við þurfum að einbeita okkur að því og enda tímabilið vel," sagði Daniel Levy formaður Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner