Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 20. maí 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
Albert er 'búinn með hinn pakkann' - Skemmtilegt að vera í besta liðinu
Mynd: Kórdrengir
Albert Brynjar Ingason var gestur í Dr. Football, hlaðvarpsþættinum sem Hjörvar Hafliðason heldur úti, og var umræðuefni þáttarins lið Fylkis í Pepsi Max-deildinni.

Hjörvar spurði Albert, sem yfirgaf herbúðir Fjölnis eftir síðasta tímabil og skrifaði undir hjá 2. deildarliði Kórdrengja, af hverju hann væri ekki að spila í efstu deild. Hjörvar segir að fimm lið myndu nötra af spennu ef þeim yrði sagt að Albert Ingason væri klár í að koma til félagsins.

„Ég fann það á tímabilinu sem við í Fylki vorum í Inkasso (sumarið 2017 í næstefstu deild). Það var eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef uppifað. Að vera í góðu liði sem er að vinna þetta. Ég skynjaði hvað Hjörtur Hjartarsson var að tala um þegar hann var í besta liðinu og að vinna deildina."

„Ég er eiginlega búinn með hinn pakkann og þegar við unnum deildina þá hugsaði ég með mér að kannski ætti að stoppa hérna. Ég tók eitt tímabil í viðbót sem ég hafði ekki mjög gaman af. Ég hélt ég myndi vinna mig upp í það aftur að finna leikgleði en þegar leið á veturinn fann ég að vildi kúpla mig út úr deildinni."


Albert gekk í raðir Fjölnis fyrir tímaiblið 2019 og var mikilvægur hlekkur í liðinu sem tryggði sér sæti í Pepsi Max-deildinni. Undir lok þáttar spurði Hjörvar hvort Albert myndi þora að segja við Davíð Smára Lamude, þjálfara Kórdrengja, að hann væri að spá í að spila með Fylki í sumar.

„Neiii, nei. Að sjálfsögðu (ætlum við upp) og ég hef fulla trú á þessu og við lítum vel út," sagði Albert að lokum.

Sjá einnig:
Miðjan - Davíð Smári um Kórdrengjaævintýrið
„Þetta er grín að þessi leikmannahópur skuli vera í 2. deild"
Athugasemdir
banner
banner