Sjöunda umferð Bestu deildarinnar var spiluð í sól og sumaryl. Steypustöðin býður þér upp á Sterkasta lið umferðarinnar.
Þetta var góð umferð fyrir Breiðablik sem er eitt á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Val. Óli Valur Ómarsson skoraði sigurmark leiksins. Andri Rafn Yeoman skoraði einnig og þá var Ásgeir Helgi Orrason frábær í vörn Kópavogsliðsins.
Þetta var góð umferð fyrir Breiðablik sem er eitt á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur gegn Val. Óli Valur Ómarsson skoraði sigurmark leiksins. Andri Rafn Yeoman skoraði einnig og þá var Ásgeir Helgi Orrason frábær í vörn Kópavogsliðsins.

Víkingur gerði 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í gær. Örvar Eggertsson skoraði og var valinn maður leiksins. Stígur Diljan Þórðarson þótti bestur Víkinga.
Vuk Oskar Dimitrijevic hefur spilað vel fyrir Fram síðustu vikur og hann var maður leiksins í 1-0 sigri gegn Vestra. Hann sótti vítaspyrnuna sem réði úrslitum. Viktor Freyr Sigurðsson átti glimrandi flottan leik í marki Fram.
Magnús Már Einarsson stýrði Aftureldingu til sigurs gegn KR 4-3 í mikilli stemningi í Mosfellsbæ. Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar átti afskaplega góðan leik og komst á blað í markaskorun. Benjamin Stokke hefur komið hrikalega öflugur inn fyrir Mosfellinga og skoraði tvö mörk.
Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvívegis fyrir FH sem vann gríðarlega mikilvægan 3-1 útisigur gegn ÍA. Björn Daníel Sverrisson var mikilvægur á miðsvæðinu.
ÍBV og KA buðu okkur upp á leiðinlegasta leik sumarsins. 0-0 endaði í Eyjum í steindauðum fótboltaleik og skiljanlega kemst enginn úr þeim honum í úrvalsliðið.
Fyrri úrvalslið:
12.05.2025 07:30
Sterkasta lið 6. umferðar - Valsmenn vængjum þöndum
06.05.2025 11:00
Sterkasta lið 5. umferðar - Gylfi stimplar sig inn
29.04.2025 10:10
Sterkasta lið 4. umferðar - KR-ingar fóru hamförum
25.04.2025 10:15
Sterkasta lið 3. umferðar - Fjórir fulltrúar Aftureldingar
15.04.2025 09:45
Sterkasta lið 2. umferðar - Níu markaskorarar
07.04.2025 23:40
Sterkasta lið 1. umferðar - Flugstart á Bestu deildinni
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 13 | 9 | 2 | 2 | 26 - 14 | +12 | 29 |
2. Breiðablik | 13 | 8 | 2 | 3 | 24 - 18 | +6 | 26 |
3. Valur | 13 | 7 | 3 | 3 | 35 - 19 | +16 | 24 |
4. Stjarnan | 13 | 6 | 2 | 5 | 24 - 24 | 0 | 20 |
5. Fram | 13 | 6 | 1 | 6 | 21 - 18 | +3 | 19 |
6. Vestri | 13 | 6 | 1 | 6 | 13 - 11 | +2 | 19 |
7. Afturelding | 13 | 5 | 2 | 6 | 15 - 17 | -2 | 17 |
8. KR | 13 | 4 | 4 | 5 | 34 - 34 | 0 | 16 |
9. FH | 13 | 4 | 2 | 7 | 19 - 19 | 0 | 14 |
10. ÍBV | 13 | 4 | 2 | 7 | 13 - 21 | -8 | 14 |
11. KA | 13 | 3 | 3 | 7 | 12 - 25 | -13 | 12 |
12. ÍA | 13 | 4 | 0 | 9 | 15 - 31 | -16 | 12 |
Athugasemdir