Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
   lau 20. júlí 2024 17:35
Halldór Gauti Tryggvason
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kraftmikið FH lið og mikil læti og hamagangur og svona torsótt en sanngjarnt fannst mér.“ Þetta sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar eftir sigur gegn FH í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við vissum að, eins og FH liðið spilar mjög beinskeytt að vera vakandi fyrir, akkúrat eins og þær skora markið, sendingum aftur fyrir og það var svolítið högg að fá það. Mér fannst liðið vera smá laskað í nokkrar mínútur þar á eftir en svo í hálfleik áttum við gott spjall og töluðum um að vera vakandi fyrir þessu.”

Leah Maryann fór meidd út af í seinni hálfleik. „Hún fékk eitthvað högg og svo var það verra og það er eins og gengur í þessu.“

Melissa Garcia skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Þrótt í dag. „Hún er öflugur spilari. Hún er með góðan skilning á leiknum og góð að skila sér inn í boxið. Hún er óhrædd eins og við sáum í þessu marki.“

Má búast við meiri virkni hjá Þrótturum í glugganum? „Ég er nú búinn að vera lengi í þessum bransa og það að fá leikmenn kvenna megin er allt önnur íþrótt heldur en karla megin. Við erum eitthvað að reyna að fiska og skoða en ég lofa engu.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir