Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   lau 20. júlí 2024 17:35
Halldór Gauti Tryggvason
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kraftmikið FH lið og mikil læti og hamagangur og svona torsótt en sanngjarnt fannst mér.“ Þetta sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar eftir sigur gegn FH í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við vissum að, eins og FH liðið spilar mjög beinskeytt að vera vakandi fyrir, akkúrat eins og þær skora markið, sendingum aftur fyrir og það var svolítið högg að fá það. Mér fannst liðið vera smá laskað í nokkrar mínútur þar á eftir en svo í hálfleik áttum við gott spjall og töluðum um að vera vakandi fyrir þessu.”

Leah Maryann fór meidd út af í seinni hálfleik. „Hún fékk eitthvað högg og svo var það verra og það er eins og gengur í þessu.“

Melissa Garcia skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Þrótt í dag. „Hún er öflugur spilari. Hún er með góðan skilning á leiknum og góð að skila sér inn í boxið. Hún er óhrædd eins og við sáum í þessu marki.“

Má búast við meiri virkni hjá Þrótturum í glugganum? „Ég er nú búinn að vera lengi í þessum bransa og það að fá leikmenn kvenna megin er allt önnur íþrótt heldur en karla megin. Við erum eitthvað að reyna að fiska og skoða en ég lofa engu.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner