Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   lau 20. júlí 2024 17:35
Halldór Gauti Tryggvason
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Kraftmikið FH lið og mikil læti og hamagangur og svona torsótt en sanngjarnt fannst mér.“ Þetta sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar eftir sigur gegn FH í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 FH

„Við vissum að, eins og FH liðið spilar mjög beinskeytt að vera vakandi fyrir, akkúrat eins og þær skora markið, sendingum aftur fyrir og það var svolítið högg að fá það. Mér fannst liðið vera smá laskað í nokkrar mínútur þar á eftir en svo í hálfleik áttum við gott spjall og töluðum um að vera vakandi fyrir þessu.”

Leah Maryann fór meidd út af í seinni hálfleik. „Hún fékk eitthvað högg og svo var það verra og það er eins og gengur í þessu.“

Melissa Garcia skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik fyrir Þrótt í dag. „Hún er öflugur spilari. Hún er með góðan skilning á leiknum og góð að skila sér inn í boxið. Hún er óhrædd eins og við sáum í þessu marki.“

Má búast við meiri virkni hjá Þrótturum í glugganum? „Ég er nú búinn að vera lengi í þessum bransa og það að fá leikmenn kvenna megin er allt önnur íþrótt heldur en karla megin. Við erum eitthvað að reyna að fiska og skoða en ég lofa engu.“

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner